Gaf vondu Mackintosh-molana á Facebook: „Þeir eru alls ekki kaloríanna virði“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2017 19:30 Þórhildur auglýsti vondu molana á Facebook. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi fundinn. Vísir / Samsett mynd Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram á Íslandi að appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh-namminu, fylltir appelsínu- og jarðarberjakremi, séu þeir verstu. Í daglegu tali ganga þeir einfaldlega undir nafninu vondu molarnir. Þórhildur Löve er ein af þeim sem getur alls ekki borðað þessa mola og ákvað því að taka til sinna ráða. „Mér leiddist, sorteraði góðu molana frá þeim gjörsamlega óætu og þá fékk ég þessa hugmynd,“ segir Þórhildur sem brá á það ráð að auglýsa vondu molana gefins á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru hundruðir sem annað hvort líkuðu við færsluna eða skrifuðu athugasemd við hana. Innan nokkurra klukkustunda var nýr eigandi molanna fundinn. „Það voru strax mikil viðbrögð og fólk sagði sitt álit á molunum. Sumir með fullan skilning á þessu á meðan aðrir voru á móti. Auðvitað fléttaðist inn smá Nestlé pólitík. Það getur allt gerst í athugasemdakerfinu,“ segir Þórhildur og vísar þá í framleiðanda Mackintosh, Nestlé. Hefur fyrirtækið til dæmis verið bendlað við barnaþrælkun, en það hefur framleitt Mackintosh, sem í raun er kallað Quality Street á ensku, síðan 1988.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður hjá birgjum Nestlé í Taílandi Viðbrögðin við auglýsingunni voru kostuleg.Vísir / Skjáskot af Facebook Skipti á karamellum? Það var maður að nafni Kristján sem datt í lukkupottinn og hreppti þetta umdeilda góss. Hvernig voru hans viðbrögð þegar hann fékk molana í hendurnar?„Þegar hann kom að sækja sagði hann að þessir molar væru jólin fyrir honum.“Þá voru athugasemdir við færsluna margar hverjar ansi spaugilegar. Var Þórhildur til dæmis spurð að því hvort hún væri til í að skoða skipti á karamellum og enn annar stakk upp á að stofna síðu á Facebook þar sem skipst væri á Mackintosh-molum. Greinilegt er að þetta er mikið hitamál meðal Íslendinga.En af hverju finnst Þórhildi, og svo mörgum öðrum, þessir molar svona vondir?„Skel af dökku súkkulaði fyllt með hundrað sinnum of sætri gervi appelsínu- og jarðaberjaleðju, nei takk. Þeir eru alls ekki kaloríanna virði,“ segir Þórhildur, sem heldur mest upp á brúnu karamelluna í Mackintosh-dollunni. Henni fyndist sniðugt ef Mackintosh myndi framleiða sérdós, eingöngu með vondu molunum svokölluðu.„Það leynast masókistar allstaðar. Kannski þeir myndu kaupa slíkar dollur,“ segir Þórhildur og útilokar ekki að þetta uppátæki hennar verði að nýrri jólahefð. „Já ég held það barasta. Þetta var mjög skemmtilegt.“Þórhildi finnst appelsínuguli og rauði molinn í Mackintosh óætir.Vísir / Úr safni
Jól Tengdar fréttir Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Sjá meira
Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Álitsgjafar Vísis hafa kveðið upp sinn dóm. Sá bleiki er bestur. 12. desember 2014 10:45
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp