Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 22:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á verðlaunafhendingunni í kvöld. Mynd/ÍSÍ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017. Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017.
Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira