Stelum stílnum af Siennu Miller Kynning skrifar 29. desember 2017 08:30 Það eru eflaust margir hrifnir af hinni gullnu reglu um að minna er meira. Rauðar varir eru sígildar og fara aldrei úr tísku eins og leikkonan Sienna Miller sýnir hér svo vel. Glamour í samstarfi við Chanel sýnir hér hvernig er hægt að endurgera þessa förðun með einföldum hætti. Það skiptir miklu máli þegar hárauðir varalitir koma við sögu að allur roði sem fyrirfinnst í húðinni sé tónaður niður með góðum farða.Rakagefandi farði með góðri þekju er borinn á húð með þéttum bursta og hann unninn vel inn í húðina.Ferskjulitaður kinnalitur er settur á kinnar fyrir frísklegt útlit, þetta skref skiptir sköpum þegar rauðir varalitir eru notaðir.Ljós augnskuggi er borinn á augnlok til að lýsa upp augnsvæðið og dökkum augnskugga þrýst þétt við augnháralínu til að skerpa á augnsvipnum á látlausan máta.Maskari er aðeins borinn á efri augnhár í sikksakk hreyfingum fyrir aukinn þéttleika og augabrúnablýantur notaður til að fylla upp í augabrúnir.Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+. Mest lesið Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour
Það eru eflaust margir hrifnir af hinni gullnu reglu um að minna er meira. Rauðar varir eru sígildar og fara aldrei úr tísku eins og leikkonan Sienna Miller sýnir hér svo vel. Glamour í samstarfi við Chanel sýnir hér hvernig er hægt að endurgera þessa förðun með einföldum hætti. Það skiptir miklu máli þegar hárauðir varalitir koma við sögu að allur roði sem fyrirfinnst í húðinni sé tónaður niður með góðum farða.Rakagefandi farði með góðri þekju er borinn á húð með þéttum bursta og hann unninn vel inn í húðina.Ferskjulitaður kinnalitur er settur á kinnar fyrir frísklegt útlit, þetta skref skiptir sköpum þegar rauðir varalitir eru notaðir.Ljós augnskuggi er borinn á augnlok til að lýsa upp augnsvæðið og dökkum augnskugga þrýst þétt við augnháralínu til að skerpa á augnsvipnum á látlausan máta.Maskari er aðeins borinn á efri augnhár í sikksakk hreyfingum fyrir aukinn þéttleika og augabrúnablýantur notaður til að fylla upp í augabrúnir.Hér má sjá Glamour með Hörpu Kára í fararbroddi leika förðunina eftir í myndbandi sem fylgjendur okkar á Instagram fengu beint í æði í vikunni. Einfalt og þægilegt - njótið!Myndbandið var tekið upp á Samsung Galaxy S8+.
Mest lesið Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour