Skúli Óskarsson tekinn í Heiðurshöll ÍSÍ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:15 Skúli Óskarsson tekur við viðurkenningunni í kvöld vísir/ernir Skúli Óskarsson var tekinn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld. Austfirðingurinn og fyrrum kraftlyftingamaðurinn setti heimsmet í réttstöðulyftu árið 1980 og var tvisvar kjörinn íþróttamaður ársins, árin 1978 og 1980. Skúli hóf kraftlyftingar á sjöunda áratugnum og keppti á sínu fyrsta móti árið 1970. Hann setti hvert Íslandsmetið á fætur öðru á komandi árum og náði silfri í léttvigtarflokki á Heimsmeistaramótinu árið 1978. Skúli lyfti 315,15 kg í réttstöðulyftu árið 1980, sem var heimsmet. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur setti heimsmet í almennt viðurkenndri íþrótt. Skúli náði þó aldrei að vinna heimsmeistaratitil, eitt silfur og tvö bronsverðlaun urðu að nægja. Hann átti þó þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur útnefndur í Heiðurshöllina í janúar 2012. Síðan þá hafa fimmtán aðrir fylgt eftir Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson og Jón Kaldal. Skúli er því sá sautjándi sem tekinn er í Heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ var stofnuð árið 2012 og er það framkvæmdastjórn ÍSÍ sem útnefnir einstaklinga í heiðurshöllina. Heiðurshöllinn var sett á laggirnar til þess að skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Skúli Óskarsson var tekinn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld. Austfirðingurinn og fyrrum kraftlyftingamaðurinn setti heimsmet í réttstöðulyftu árið 1980 og var tvisvar kjörinn íþróttamaður ársins, árin 1978 og 1980. Skúli hóf kraftlyftingar á sjöunda áratugnum og keppti á sínu fyrsta móti árið 1970. Hann setti hvert Íslandsmetið á fætur öðru á komandi árum og náði silfri í léttvigtarflokki á Heimsmeistaramótinu árið 1978. Skúli lyfti 315,15 kg í réttstöðulyftu árið 1980, sem var heimsmet. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur setti heimsmet í almennt viðurkenndri íþrótt. Skúli náði þó aldrei að vinna heimsmeistaratitil, eitt silfur og tvö bronsverðlaun urðu að nægja. Hann átti þó þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur útnefndur í Heiðurshöllina í janúar 2012. Síðan þá hafa fimmtán aðrir fylgt eftir Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson og Jón Kaldal. Skúli er því sá sautjándi sem tekinn er í Heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ var stofnuð árið 2012 og er það framkvæmdastjórn ÍSÍ sem útnefnir einstaklinga í heiðurshöllina. Heiðurshöllinn var sett á laggirnar til þess að skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira