Stefnt að því að afgreiða fjárlagafrumvarpið úr þinginu annað kvöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Óhefðbundið er að þingfundir standi yfir milli jóla og nýárs. V'isir/Vilhelm Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira