Rafn Kumar Bonifacius er tennismaður ársins 2017 að mati Hafna- og mjúkboltafélags Reykjavíkur.
Rafn var ósigraður á mótaröð Tennissambandsins þriðja árið í röð. Hann vann Meistaramót TSÍ fyrir ári, Íslandsmót utanhúss í ágúst og Stórmót Víkings.
Hann keppti fyrir Birkerod í Danmörku í vor á meðan hann stundaði nám við Lýðháskólann í Árhúsum. Birkerod er í efstu deild í Danmörku.
Rafn var einnig í karlalandsliði Íslands sem vann frækinn sigur á móti Modavíu í apríl og keppti fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í San Marino.
Rafn verður meðal keppenda á Meistaramóti TSÍ í vikunni.
Rafn tennismaður ársins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn



„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti

Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn


Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti