Stofnaði Miðflokkinn og gaf Sigmundi Davíð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Sigmundur Davíð fékk nafn og kennitölu Miðflokksins frá Tryggva í haust. vísir/Ernir „Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira