Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 13:36 Heimsókn Guðna og Elizu er í boði Karls Gústafs Svíakonungs. Håkan Juholt sendiherra segir það hafa verið skemmtilegt að skipuleggja heimsóknina. Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands. Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands.
Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira