Bóndinn á Ósi býður gesti að taka í pensil Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“: Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal var síðasti sauðfjárbóndinn til að bregða búi við norðanverðan Arnarfjörð. Rætt var við hann í þættinum „Um land allt“. Þegar við Stöðvar 2-menn vorum á ferðinni í hinum gamla Auðkúluhreppi í sumar kom það okkur á óvart að sjá hann uppi á þaki á eyðibýlinu að mála. Við vissum ekki betur en að hann hefði yfirgefið jörðina fyrir sjö árum og fargað fénu, brennt fjárhúsin, og keypt sér íbúð á Þingeyri. Við rifjum upp viðtal frá árinu 2010, sem sýnt var í Ísland í dag og sjá má hér að neðan.Þegar við heimsóttum Þorbjörn aftur í sumar, og brugðum okkur upp á þak, bauð hann okkur að taka í pensil. Gestinum var boðið að taka í pensil á þakinu á Ósi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bjössi á Ósi, eins og hann er kallaður fyrir vestan, vildi jafnframt að við skoðuðum grafreitinn og legsteinana. Þar liggja kindurnar sem honum þótti vænst um, Svarta gengið, sem taldi um áttatíu kindur: „Blessun og friður hvíli yfir þessum hól. Þessi hóll og nánast umhverfi skal vera ósnert um ókomna tíð,“ stendur á öðrum legsteininum. Legsteinarnir tveir við grafreitinn í Mosdal þar sem kindurnar liggja.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hinn er fyrir Gamla féð. „Í þessum reit liggja Sóley, Fríðust, Fjóla, Björg, Sól og heimalningarnir.“ Við prílum aftur upp á þak og höfum orð á því að bóndi sem er að mála þakið sé nú alls ekki farinn.Þorbjörn á þakinu að spjalla við Stöðvar 2-menn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En svo viljum við ræða um mál málanna hér fyrir vestan, jarðgöngin sem byrjað er að grafa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Hér má sjá bútinn með Þorbirni úr þættinum „Um land allt“:
Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41 Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Vill láta jarða sig við hliðina á kindunum Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. 21. september 2010 15:41
Eitt stærsta hrossabú landsins í vestfirskum afdal Á sama tíma og hefðbundin sveitabyggð er brostin við norðanverðan Arnarfjörð hefur í einum afskekktasta dal landsins, lengst vestur á Vestfjörðum, byggst upp eitt veglegasta hrossabú landsins, með reiðhöll, skeiðvelli og öðru sem tilheyrir. Eigandinn, sem er líka með einkasundlaug og hefur svín á beit útí haga, segist vera að fjárfesta í skemmtilegum stundum og minningum. 22. september 2010 18:46