Ellý flúrar yfir nafn fyrrverandi: „Þetta er eins og endurfæðing“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 11:00 Ellý stóð sig eins og hetja í stólnum á húðflúrstofunni. Vísir / Lilja Katrín & Reykjavík Ink „Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
„Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink
Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17