Tvö hundruð þúsund Salvadorum gert að yfirgefa Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 17:45 Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í dag að allt að tvö hundruð þúsund Salvadorar verði að yfirgefa Bandaríkin á næstu átján mánuðum. Atvinnuleyfi þeirra, sem voru veitt í kjölfar jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 verða ekki framlengd í tólfta sinn og fólkið verður að fara eða finna löglega leið til að vera í Bandaríkjunum. Umrædd atvinnuleyfi kallast Temporary Protected Status eða TPS í Bandaríkjunum og hefur ríkisstjórn Donald Trump þegar fellt niður tugþúsundir slíkra leyfa fólks frá Haítí og Nikaragúa. Atvinnuleyfin áttu að falla niður í dag og Hvíta húsið tilkynnti að þau yrðu ekki framlengd eins og þá hafa verið gerð ellefu sinnum áður.Hvíta húsið segir að ekki sé tilefni til að framlengja atvinnuleyfi fólksins frekar þar sem El Salvador hafi fengið mikla hjálp eftir jarðskjálftana og að mikil uppbygging hafi átt sér stað.Ákvörðunin kemur þó fólkinu sem um ræðir í opna skjöldu. Margir þeirra töldu að næsta skref þeirra væri að öðlast ríkisborgararétt en ekki þurfa að flytja á brott. „Ég tel þetta vera heimaland mitt,“ segir hinn 46 ára gamli Oscar Cortez við blaðamann Washington Post. Margir segjast ætla að reyna að búa ólöglega áfram í Bandaríkjunum.Utanríkisráðherra El Salvador sagði í síðustu viku að umrædd niðurfelling myndi slíta sundur fjölskyldur. Þar sem börn sem fæðast í Bandaríkjunum fái ríkisborgararétt séu nú um 200 þúsund borgarar sem eigi von á því að foreldrum þeirra verði vísað úr landiTrump admin official, asked whether they're telling TPS holders to move their 197K US-born kids to El Salvador: "We're not getting involved in individual family decisions." https://t.co/bn3ujM7flu— Dara Lind (@DLind) January 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Sjá meira