Gestgjafar Magnús Guðmundsson skrifar 8. janúar 2018 07:00 Það þarf ekki að ferðast víða um Ísland til þess að sjá fegurð landsins. Til þess að sjá og skynja óendanlega frumkrafta náttúrunnar gagnvart manns eigin smæð og dauðleika. Þessi tilfinning er engu lík en samt eigum við til að taka þeim forréttindum sem sjálfsögðum. En ef við hugsum um alla þá ferðamenn sem hingað streyma til þess að upplifa þetta þó ekki sé nema einu sinni á ævinni þá er það okkur verðmæt áminning um þessi forréttindi. Þetta ágæta fólk sem hingað kemur, vegna þess að við hvetjum við það til þess, skilur eftir sig mikil verðmæti sem hafa gríðarlega jákvæð áhrif á þjóðarbúskapinn. En nú er líka orðið löngu tímabært að við sem samfélag förum að skoða hvernig við tökum á móti og búum að þessum ágætu gestum, því gestgjafar bera ábyrgð. Það efast enginn um að fyrirtæki í ferðamannaiðnaði bera slíka ábyrgð en það gerir hið opinbera einnig. Samgönguöryggi, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, löggæsla og fleira er á ábyrgð hins opinbera, okkar allra sem búum í þessu samfélagi, og því miður höfum við dregið lappirnar í þessum efnum allt of lengi. Þó svo hrörlegt ástand áðurnefndra samfélagslegra innviða sé kannski í hugum okkar flestra eitthvað sem kemur öðrum þjóðum ekki við þá er það auðvitað fjarri lagi. Hið opinbera og einkaaðilar fjárfesta í því að kynna landið sem ákjósanlegan áningarstað fyrir ferðamenn vegna þeirrar einstöku náttúru sem hér er að finna, ásamt forvitnilegri menningu og skemmtilegu mannlífi, en líka á þeirri forsendu að hér sé öruggt og gott að vera. En er það satt og rétt? Nýverið kom fram í frétt á Vísi að þrettán létust af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á síðasta ári. Þar af voru átta erlendir ríkisborgarar. Dauðsföll þessara einstaklinga bar að með ýmsum hætti en þó oftar en ekki í tengslum við ferðamennsku, þar sem gæsla er oft takmörkuð og fræðslu um aðstæður virðist víða vera ábótavant. Síðasta banaslysið átti sér stað á veginum í gegnum Eldhraun þann 27. desember þegar rúta og fólksbíll skullu saman með skelfilegum afleiðingum sem hefðu að líkindum orðið enn alvarlegri ef ekki hefði verið fyrir sjálfboðaliða á svæðinu. En þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umferð um svæðið hafa litlar sem engar endurbætur átt sér stað á vegakerfinu, fjöldi löggæslumanna staðið í stað rétt eins og fjármögnunin og hið sama má segja um aðstæður heilbrigðiskerfisins og viðbragðsaðila þess. Mörg þeirra slysa sem hér verða á ferðamönnum eru á ábyrgð okkar gestgjafanna hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þó að hver og einn einstaklingur beri að sjálfsögðu ábyrgð á sinni hegðun, lífi sínu og limum, þá verða að vera hér til staðar innviðir í samræmi við það sem ásættanlegt getur talist í vestrænu velferðarríki. Við sjálf væntum þess á ferðum okkar um t.d. nágrannalöndin að þar sé leitast við að tryggja öryggi okkar og við verðum þar af leiðandi að gera sambærilega kröfu til okkar sjálfra ef við viljum teljast góðir gestgjafar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Það þarf ekki að ferðast víða um Ísland til þess að sjá fegurð landsins. Til þess að sjá og skynja óendanlega frumkrafta náttúrunnar gagnvart manns eigin smæð og dauðleika. Þessi tilfinning er engu lík en samt eigum við til að taka þeim forréttindum sem sjálfsögðum. En ef við hugsum um alla þá ferðamenn sem hingað streyma til þess að upplifa þetta þó ekki sé nema einu sinni á ævinni þá er það okkur verðmæt áminning um þessi forréttindi. Þetta ágæta fólk sem hingað kemur, vegna þess að við hvetjum við það til þess, skilur eftir sig mikil verðmæti sem hafa gríðarlega jákvæð áhrif á þjóðarbúskapinn. En nú er líka orðið löngu tímabært að við sem samfélag förum að skoða hvernig við tökum á móti og búum að þessum ágætu gestum, því gestgjafar bera ábyrgð. Það efast enginn um að fyrirtæki í ferðamannaiðnaði bera slíka ábyrgð en það gerir hið opinbera einnig. Samgönguöryggi, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, löggæsla og fleira er á ábyrgð hins opinbera, okkar allra sem búum í þessu samfélagi, og því miður höfum við dregið lappirnar í þessum efnum allt of lengi. Þó svo hrörlegt ástand áðurnefndra samfélagslegra innviða sé kannski í hugum okkar flestra eitthvað sem kemur öðrum þjóðum ekki við þá er það auðvitað fjarri lagi. Hið opinbera og einkaaðilar fjárfesta í því að kynna landið sem ákjósanlegan áningarstað fyrir ferðamenn vegna þeirrar einstöku náttúru sem hér er að finna, ásamt forvitnilegri menningu og skemmtilegu mannlífi, en líka á þeirri forsendu að hér sé öruggt og gott að vera. En er það satt og rétt? Nýverið kom fram í frétt á Vísi að þrettán létust af slysförum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á síðasta ári. Þar af voru átta erlendir ríkisborgarar. Dauðsföll þessara einstaklinga bar að með ýmsum hætti en þó oftar en ekki í tengslum við ferðamennsku, þar sem gæsla er oft takmörkuð og fræðslu um aðstæður virðist víða vera ábótavant. Síðasta banaslysið átti sér stað á veginum í gegnum Eldhraun þann 27. desember þegar rúta og fólksbíll skullu saman með skelfilegum afleiðingum sem hefðu að líkindum orðið enn alvarlegri ef ekki hefði verið fyrir sjálfboðaliða á svæðinu. En þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umferð um svæðið hafa litlar sem engar endurbætur átt sér stað á vegakerfinu, fjöldi löggæslumanna staðið í stað rétt eins og fjármögnunin og hið sama má segja um aðstæður heilbrigðiskerfisins og viðbragðsaðila þess. Mörg þeirra slysa sem hér verða á ferðamönnum eru á ábyrgð okkar gestgjafanna hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þó að hver og einn einstaklingur beri að sjálfsögðu ábyrgð á sinni hegðun, lífi sínu og limum, þá verða að vera hér til staðar innviðir í samræmi við það sem ásættanlegt getur talist í vestrænu velferðarríki. Við sjálf væntum þess á ferðum okkar um t.d. nágrannalöndin að þar sé leitast við að tryggja öryggi okkar og við verðum þar af leiðandi að gera sambærilega kröfu til okkar sjálfra ef við viljum teljast góðir gestgjafar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. janúar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun