Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 20:00 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira