Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 14:43 Ólafur Eiríkssön, lögmaður Glitnis HoldCo (t.h), við aðalmeðferðina í morgun. vísir/ernir Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11