Sjö deilumál hjá sáttasemjara Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að nýjum kjarasamningum í Karphúsinu er jafnan fagnað með því að hrært er í vöfflur. Nú er spurning hvort þess sé langt að bíða að næst verði hitað upp í vöfflujárninu. vísir/vilhelm Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sjö kjaradeilumál eru á borði Ríkissáttasemjara núna í byrjun árs, en fleiri félög eru með lausa samninga og gætu vísað málum sínum þangað á næstunni.Maríanna H. HelgadóttirFélag íslenskra náttúrufræðinga er hið eina af sautján aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem hefur vísað deilu sinni til sáttasemjara en samningar allra félaganna hafa verið lausir síðan 1. september. Maríanna H. Helgadóttir, formaður félagsins, sagði lítið þokast í átt að samkomulagi eftir fund hjá sáttasemjara í gær. „Við vísuðum okkar deilu þangað í október þegar ljóst var að hvorki gekk né rak að ræða við samninganefnd ríkisins,“ segir Maríanna en tekur þó fram að enginn árangur hafi náðst. „Þetta er mjög alvarlegt því að þeir virðast ekki vera reiðubúnir til að gera neitt til að leiðrétta laun háskólamanna sem vinna hjá ríkinu,“ bætir hún við. Hún tekur fram að í samkomulagi um að samræma lífeyrisréttindi á milli markaða hafi verið kveðið á um að líka ætti að jafna laun á milli markaða. Maríanna segir aðalkröfu félagsins vera þá að lægstu laun félagsmanna verði hækkuð upp í 400 þúsund krónur frá og með 1. september síðastliðnum. „Þetta eru 84 stöðugildi sem eru launasett undir 400 þúsundum,“ segir Maríanna. Vinnufundur er áformaður í deilunni í næstu viku og svo verður fundað aftur 17. janúar. Stóra spurningin fram undan er svo hvort Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið telji að forsendur þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru árið 2015 séu enn fyrir hendi eða ekki. Þær forsendur voru að ríkisstjórnin myndi efna fyrirheit, meðal annars um uppbyggingu félagslegs húsnæðis, að launastefna og launahækkanir í samningi SA og ASÍ yrðu stefnumarkandi á vinnumarkaðnum og að kaupmáttur myndi aukast. Meti forsendunefnd SA og ASÍ það þannig að forsendur kjarasamninga aðildarfélaganna séu brostnar verða kjarasamningar teknir upp að nýju. Ef forsendurnar halda munu samningarnir halda gildi sínu fram í desember. Í lok ársins gerir Ríkissáttasemjari svo ráð fyrir að 79 samningar verði lausir. Eftirfarandi mál eru hjá RíkissáttasemjaraFélag íslenskra náttúrufræðinga og samninganefnd ríkisinsKennarasamband Íslands og samninganefnd ríkisins vegna framhaldsskólakennaraFélag íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna flugmanna hjá IcelandairFlugvirkjafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugvirkja hjá AtlantaFlugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna flugfreyja hjá Primera airFélag skipstjórnarmanna og VM og Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna á hvalaskoðunarskipum
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55 Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. 21. desember 2017 19:55
Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja. 23. desember 2017 07:00