„Tíminn er útrunninn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2018 23:30 Reese Witherspoon, Eva Longoria og Shonda Rhimes eru á meðal þeirra kvenna sem standa að Time's Up-átakinu. Vísir/Getty/AFP 300 konur í kvikmynda- og skemmtanageiranum í Hollywood hafa hrint af stað fjölþættu átaki í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Átakinu, sem ber heitið Time‘s Up, eða Tíminn er útrunninn, er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag. Í bréfinu eru helstu markmið og verkefni Time‘s Up-átaksins útlistuð. „Uppræta verður erfiðleika sem konur glíma við í risi sínu upp metorðastigann og við það að láta rödd sína heyrast og hljóta viðurkenningu á vinnustöðum, þar sem karlmenn ráða lögum og lofum,“ segir í bréfinu. „Tíminn er útrunninn.“ Styrktarsjóður, löggjöf og rauði dregillinnLeikkonur, umboðsmenn, leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar eru meðal þeirra sem standa að átakinu en það skiptist í fjóra meginhluta: Styrktarsjóð, sem stendur nú í 13 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 1,3 milljarði íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að standa undir lögfræðikostnaði kvenna, sem verða fyrir áreitni en hafa lítið á milli handanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að konur geti notfært sér sjóðinn til uppihalds. Að samþykkt verði löggjöf sem kveði á um refsingu af einhverju tagi fyrir þau fyrirtæki sem láta áreitni viðgangast Að kynjajafnrétti verði haldið á lofti í allri starfsemi kvikmyndavera og umboðsskrifstofa Að þær konur sem hyggjast ganga rauða dregilinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem haldin verður þann 8. janúar næstkomandi, klæðist svörtu til að sýna samstöðu og mótmæla kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum Undir bréfið skrifa m.a. leikkonurnar Ashley Judd, Eva Longoria, America Ferrera, Natalie Portman, Rashida Jones, Emma Stone, Kerry Washington og Reese Witherspoon. Þá hefur handritshöfundurinn og framleiðandinn Shonda Rhimes, sem framleitt hefur þáttaraðir á borð við Grey‘s Anatomy og Scandal, ljáð átakinu krafta sína. Time's up on silence. Time's up on waiting. Time's up on tolerating discrimination, harassment and abuse. #TimesUp Sign the solidarity letter & donate to the @TIMESUPNW Legal Defense Fund: https://t.co/eTwKtOboIl pic.twitter.com/q8aok1HTGg— shonda rhimes (@shondarhimes) January 1, 2018 Meryl Streep og Steven Spielberg styrkja sjóðinnÍ umfjöllun New York Times kemur einnig fram að enginn einn leiðtogi fari fyrir átakinu. Öll vinna fer fram í minni hópum víðsvegar um Bandaríkin og skipta hóparnir með sér verkefnum. Einn hópurinn einblínir til að mynda á málefni hinsegin- og transfólks og þá hefur annar hópur yfirumsjón með áðurnefndum styrktarsjóði, sem standa á undir lögfræðikostnaði kvenna er verða fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Á meðal þeirra sem hafa látið fé af hendi rakna til sjóðsins eru Reese Witherspoon, Meryl Streep og Steven Spielberg. Fyrstu drög að átakinu voru teiknuð upp í október þegar konur tóku að stíga fram og segja frá kynferðislegri áreitni valdamanna í Hollywood. Allra fyrst litu ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein dagsins ljós. Síðan þá hafa menn á borð við leikarana Kevin Space og Dustin Hoffman, repúblikanann Roy Moore og leikstjórann Bryan Singer verið sakaðir um áreitni. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
300 konur í kvikmynda- og skemmtanageiranum í Hollywood hafa hrint af stað fjölþættu átaki í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Átakinu, sem ber heitið Time‘s Up, eða Tíminn er útrunninn, er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag. Í bréfinu eru helstu markmið og verkefni Time‘s Up-átaksins útlistuð. „Uppræta verður erfiðleika sem konur glíma við í risi sínu upp metorðastigann og við það að láta rödd sína heyrast og hljóta viðurkenningu á vinnustöðum, þar sem karlmenn ráða lögum og lofum,“ segir í bréfinu. „Tíminn er útrunninn.“ Styrktarsjóður, löggjöf og rauði dregillinnLeikkonur, umboðsmenn, leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar eru meðal þeirra sem standa að átakinu en það skiptist í fjóra meginhluta: Styrktarsjóð, sem stendur nú í 13 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 1,3 milljarði íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að standa undir lögfræðikostnaði kvenna, sem verða fyrir áreitni en hafa lítið á milli handanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að konur geti notfært sér sjóðinn til uppihalds. Að samþykkt verði löggjöf sem kveði á um refsingu af einhverju tagi fyrir þau fyrirtæki sem láta áreitni viðgangast Að kynjajafnrétti verði haldið á lofti í allri starfsemi kvikmyndavera og umboðsskrifstofa Að þær konur sem hyggjast ganga rauða dregilinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem haldin verður þann 8. janúar næstkomandi, klæðist svörtu til að sýna samstöðu og mótmæla kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum Undir bréfið skrifa m.a. leikkonurnar Ashley Judd, Eva Longoria, America Ferrera, Natalie Portman, Rashida Jones, Emma Stone, Kerry Washington og Reese Witherspoon. Þá hefur handritshöfundurinn og framleiðandinn Shonda Rhimes, sem framleitt hefur þáttaraðir á borð við Grey‘s Anatomy og Scandal, ljáð átakinu krafta sína. Time's up on silence. Time's up on waiting. Time's up on tolerating discrimination, harassment and abuse. #TimesUp Sign the solidarity letter & donate to the @TIMESUPNW Legal Defense Fund: https://t.co/eTwKtOboIl pic.twitter.com/q8aok1HTGg— shonda rhimes (@shondarhimes) January 1, 2018 Meryl Streep og Steven Spielberg styrkja sjóðinnÍ umfjöllun New York Times kemur einnig fram að enginn einn leiðtogi fari fyrir átakinu. Öll vinna fer fram í minni hópum víðsvegar um Bandaríkin og skipta hóparnir með sér verkefnum. Einn hópurinn einblínir til að mynda á málefni hinsegin- og transfólks og þá hefur annar hópur yfirumsjón með áðurnefndum styrktarsjóði, sem standa á undir lögfræðikostnaði kvenna er verða fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Á meðal þeirra sem hafa látið fé af hendi rakna til sjóðsins eru Reese Witherspoon, Meryl Streep og Steven Spielberg. Fyrstu drög að átakinu voru teiknuð upp í október þegar konur tóku að stíga fram og segja frá kynferðislegri áreitni valdamanna í Hollywood. Allra fyrst litu ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein dagsins ljós. Síðan þá hafa menn á borð við leikarana Kevin Space og Dustin Hoffman, repúblikanann Roy Moore og leikstjórann Bryan Singer verið sakaðir um áreitni.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43
Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01
Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38
Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13