Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 13:21 Alda Hrönn Jóhannsdóttir var aðallögfræðingur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þegar málið kom upp. Vísir/Pjetur Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður hið svokallaða LÖKE-mál gegn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Málið hefur farið fram og til baka í dómskerfinu eftir að Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu árið 2016. Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað hins vegar að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun setts héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Settur héraðssaksóknari felldi málið niður á nýjan leik í október á síðasta ári. Var niðurfellingin kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti nýverið ákvörðun setts héraðssaksóknara. Í niðurstöðu setts ríkissaksóknara segir að ekki verði sé að sú rannsókn sem Alda Hrönn bar ábyrgð á hafi verið óeðlileg eða í andstöðu við lagafyrirmæli. Þá segir einnig að annmarkar á upphafi rannsóknarinnar, sem Alda Hrönn beri ábyrgð á, þykju ekki slíkir að þeir geti varðað við lögreglulög eða almenn hegningarlög. Þá er einnig tekið fram að rannsókn á hendur Öldu Hrannar hafi ekki hafist fyrr en að tvö ár voru liðin frá því rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu hafi hafist. Segir því í niðurstöðu setts ríkissaksóknara að hafi háttsemi Öldu Hrannar varðað við lög væri brotin fyrnd þar sem meint brot fyrnist á tveimur árum. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður hið svokallaða LÖKE-mál gegn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Málið hefur farið fram og til baka í dómskerfinu eftir að Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu árið 2016. Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað hins vegar að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun setts héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Settur héraðssaksóknari felldi málið niður á nýjan leik í október á síðasta ári. Var niðurfellingin kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti nýverið ákvörðun setts héraðssaksóknara. Í niðurstöðu setts ríkissaksóknara segir að ekki verði sé að sú rannsókn sem Alda Hrönn bar ábyrgð á hafi verið óeðlileg eða í andstöðu við lagafyrirmæli. Þá segir einnig að annmarkar á upphafi rannsóknarinnar, sem Alda Hrönn beri ábyrgð á, þykju ekki slíkir að þeir geti varðað við lögreglulög eða almenn hegningarlög. Þá er einnig tekið fram að rannsókn á hendur Öldu Hrannar hafi ekki hafist fyrr en að tvö ár voru liðin frá því rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu hafi hafist. Segir því í niðurstöðu setts ríkissaksóknara að hafi háttsemi Öldu Hrannar varðað við lög væri brotin fyrnd þar sem meint brot fyrnist á tveimur árum.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57
Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00
Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05