Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 15:30 Adam Rippon. Vísir/Getty Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. Listskautahlauparinn Adam Rippon vann sér sæti í bandaríska Ólympíuliðinu á dögunum og verður því með í Pyeochang. Hann verður þar með fyrsti opinberi samkynhneigði Bandaríkjamaðurinn til að keppa Vetrarólympíuleikum samkvæmt frétt USA Today. Mike Pence hefur barist á móti því að auka réttindi samkynhneigðra og er á móti hjónabandi milli fólks af sama kyni. Adam Rippon og fleiri eru skiljanlega allt annað en ánægð með skoðanir Pence í þessum málaflokki. Þeim þykir því ekki við hæfi að Mike Pence mæti á svæðið fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. „Þú ert að tala um sama Mike Pence og stofnaði meðferðina sem átti að lækna samkynhneigða. Ég er ekki að kaupa það,“ sagði Adam Rippon í viðtali við USA Today.Gay Olympian Adam Rippon blasts the selection of Mike Pence to lead the U.S. delegation at the Pyeongchang Olympics: https://t.co/Ql2bjg366Mpic.twitter.com/CUCwIrNRix — USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 17, 2018 „Ef þetta væri fyrir mína grein þá myndi ég pottþétt ekki fórna neinu af mínum undirbúningi til þess að hitta einhvern sem er ekki aðeins óvinur samkynhneigðra heldur telur að samkynhneigðir séu veikir,“ sagði Adam Rippon. Adam Rippon dró aðeins í landa seinna í viðtalinu og sagði að hann væri opnari fyrir því að hitta varaforsetann ef hann væri búinn að keppa á leikunum. Adam Rippon er 28 ára gamall og varð bandarískur meisari árið 2016. Hann endaði í fjórða sæti á úrtökumótinu fyrir þessa Ólympíuleika. Adam Rippon er ekki hrifinn af Donaldo Trump heldur og hefur gefið það út að hann muni ekki mæta í Hvíta húsið fari svo að hann vinni til verðlauna á leikunum í Pyeochang. Rippon segist hinsvegar vera fulltrúi bandarísku þjóðarinnar á ÓL og hann muni virða það. Ólympíuleikarnir séu því enginn vettvangur til að mótmæla.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira