Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund um varðveislu sönnunargagna í sakamálum.
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund um varðveislu sönnunargagna í sakamálum í dag, miðvikudaginn 17. janúar, frá klukkan 15 til 17. Gestir fundarins eru Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.
Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis, í sjónvarpi og í spilaranum hér að neðan.