Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ.
Skipulagsnefnd sveitarfélagsins hafði áður synjað Steingrími um uppsetningu á vindmyllunum sem eru hærri og með meira vænghaf en þær tvær myllur sem Steingrímur hefur rekið í Þykkvabæ frá árinu 2014. 61 einstaklingur ritaði á undirskriftarlista gegn nýju myllunum og heilbrigðiseftirlitið benti á áhrif á hljóðvist í nágrenninu og á landnotkun nærliggjandi jarða vegna hávaðamarka.