Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 19:27 Vatnssýnin eru send á rannsóknarstofu til greiningar en niðurstöðurnar eru síðan skoðaðar af eftirlitsmönnum. Vísir/Getty Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Þar segir að tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta á við um öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Líkleg ástæða fyrir fráviki í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. En nú er sú staða komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri . Því þurfa Veitur nú að nýta eina holu þar sem fjöldi jarðvegsgerla hefur mælst yfir mörkum. Í þeirri holu hafa ekki fundist E. coli gerlar. Veitur munum áfram taka regluleg sýni úr borholunum og haga vatnstöku eftir niðurstöðum þeirra.Uppfært: Eftirfarandi leiðrétting var að berast frá Veitum nú klukkan 22:37: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir. Umhverfismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Þar segir að tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta á við um öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Líkleg ástæða fyrir fráviki í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. En nú er sú staða komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri . Því þurfa Veitur nú að nýta eina holu þar sem fjöldi jarðvegsgerla hefur mælst yfir mörkum. Í þeirri holu hafa ekki fundist E. coli gerlar. Veitur munum áfram taka regluleg sýni úr borholunum og haga vatnstöku eftir niðurstöðum þeirra.Uppfært: Eftirfarandi leiðrétting var að berast frá Veitum nú klukkan 22:37: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.
Umhverfismál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira