Búið að opna veginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 17:23 Súðavík í Ísafjarðardjúpi. Vísir/Ernir Ákveðið hefur verið, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Áður hafði Suðureyrarvegur verið opnaður en eins og áður hefur komið fram var honum lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Varúðarstig er þó gagnvart Súðavíkur og Kirkjubólshlíð og ef aðstæður breytast til hins verra má búast við að veginum verði lokað á ný. Vegfarendum er bent á að afla sér upplýsinga um veður og færð í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, eða á heimasíðu hennar varðandi færð og veður. Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á kafla í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða snjóþekja er á Norðvesturlandi og einnig skafrenningur. Á Norðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Á Austurlandi eru flestar leiðir greiðfærar en hálka á Fjarðarheiði, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er greiðfært frá Reyðarfirði og suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálkublettir þar fyrir vestan.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Norðvestan 10-18 m/s og él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnantil. Gengur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu og éljum norðan- og vestanlands á morgun, fyrst á Vestfjörðum, en hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld, en hvessir um tíma allra syðst á landinu með éljum. Frost 0 til 7 stig. Samkvæmt hugleiðingum frá veðurfræðingi Veðurstofunnar verður versnandi veður í fyrramálið með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samgöngur Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Ákveðið hefur verið, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Áður hafði Suðureyrarvegur verið opnaður en eins og áður hefur komið fram var honum lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Varúðarstig er þó gagnvart Súðavíkur og Kirkjubólshlíð og ef aðstæður breytast til hins verra má búast við að veginum verði lokað á ný. Vegfarendum er bent á að afla sér upplýsinga um veður og færð í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, eða á heimasíðu hennar varðandi færð og veður. Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á kafla í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða snjóþekja er á Norðvesturlandi og einnig skafrenningur. Á Norðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Á Austurlandi eru flestar leiðir greiðfærar en hálka á Fjarðarheiði, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er greiðfært frá Reyðarfirði og suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálkublettir þar fyrir vestan.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Norðvestan 10-18 m/s og él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnantil. Gengur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu og éljum norðan- og vestanlands á morgun, fyrst á Vestfjörðum, en hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld, en hvessir um tíma allra syðst á landinu með éljum. Frost 0 til 7 stig. Samkvæmt hugleiðingum frá veðurfræðingi Veðurstofunnar verður versnandi veður í fyrramálið með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð.
Samgöngur Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira