Alla leið til Íslands fyrir sjampó Ritstjórn skrifar 15. janúar 2018 10:30 Skjáskot: Sóley Organics Það er alltaf ánægjuefni þegar að íslensk vörumerki fá athygli út fyrir landsteinana, og nú höfum við rekist á skemmtilega grein frá Vogue. Íslensku snyrtivörurnar Sóley Organics fá aldeilis góða dóma hjá blaðamanni ameríska Vogue, sem segist ekki munu hika við það að fara alla leið til Íslands fyrir sjampóið og næringuna. Blaðamaðurinn, sem heitir Erika Owen, segist hafa átt dásamlega Íslandsferð. Hún hafi kynnst snyrtivörunum frá Sóley á Kex Hostel, og hafi síðan keypt sér til að taka með heim. Erika segir að í hvert skipti sem hún notar vörurnar berist hugurinn aftur til Íslands. Vörur Sóley Organics eru náttúrulegar snyrtivörur, en merkið var stofnað árið 2007. Leikkonan Sóley Elíasdóttir er stofnandi merkisins, en fyrirmyndin er amma Sóleyjar, sem notaði plöntur og grös til húðlækninga. Grein Vogue má lesa hér. Sóley Organics Mest lesið Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Glamour
Það er alltaf ánægjuefni þegar að íslensk vörumerki fá athygli út fyrir landsteinana, og nú höfum við rekist á skemmtilega grein frá Vogue. Íslensku snyrtivörurnar Sóley Organics fá aldeilis góða dóma hjá blaðamanni ameríska Vogue, sem segist ekki munu hika við það að fara alla leið til Íslands fyrir sjampóið og næringuna. Blaðamaðurinn, sem heitir Erika Owen, segist hafa átt dásamlega Íslandsferð. Hún hafi kynnst snyrtivörunum frá Sóley á Kex Hostel, og hafi síðan keypt sér til að taka með heim. Erika segir að í hvert skipti sem hún notar vörurnar berist hugurinn aftur til Íslands. Vörur Sóley Organics eru náttúrulegar snyrtivörur, en merkið var stofnað árið 2007. Leikkonan Sóley Elíasdóttir er stofnandi merkisins, en fyrirmyndin er amma Sóleyjar, sem notaði plöntur og grös til húðlækninga. Grein Vogue má lesa hér. Sóley Organics
Mest lesið Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Afmælisbarn dagsins: Coco Chanel Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Rihanna hannar vetrarskó í samstarfi við Manolo Blahnik Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Vertu örugg í öllu svörtu Glamour Kaia Gerber nýtt andlit Marc Jacobs Beauty Glamour Millie Bobby Brown rokkar forsíðu Interview Glamour