Donald Trump við hestaheilsu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2018 22:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ronny Jackson, læknir forsetans, sjást hér takast í hendur eftir læknisskoðunina á föstudag. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52