Klíkumyndun Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2018 07:00 Orðalag bréfs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til dómsmálaráðherra í kjölfar skipunar átta héraðsdómara var meira en lítið athyglisvert. Settur ráðherra telur mikilvægt að koma leikmönnum að umsagnarferlinu um dómara að danskri fyrirmynd til að draga úr „hættu á klíkumyndun í vali dómara“. Þetta orðalag er ekki tilviljun vegna þess að þeir sem kynna sér umsagnir dómnefndarinnar um hæfni dómara við skipanir síðustu ára, sérstaklega í Hæstarétt Íslands, sjá í hendi sér að dómnefndin hefur lagt sig fram við að veita þeim umsækjendum sem eru þóknanlegir góða umsögn en útiloka aðra sem eru ekki „í klíkunni“ þótt þeir séu hæfari. Afleiðingar þessa eru mun alvarlegri en ætla mætti við fyrstu sýn því með þessu er smátt og smátt búið að veikja Hæstarétt. Í réttinn eiga að veljast færustu lögfræðingar þjóðarinnar og stofnunin á að búa yfir besta mögulega mannauði sem er til staðar úr stétt lögfræðinga hverju sinni. Þegar lögum um dómstóla var breytt árið 2010 var ráðherra gert ómögulegt að fara gegn niðurstöðu dómnefndarinnar nema bera þá ákvörðun undir Alþingi. Atburðarás síðustu vikna hefur leitt í ljós að þetta fyrirkomulag getur sett ráðherrann, sem fer með veitingarvaldið og ber pólitíska ábyrgð á skipuninni, í vonlausa stöðu. Núverandi dómnefnd undir forystu Jakobs Möllers lagði sig fram um að útiloka tiltekna umsækjendur án skýringa, skilaði niðurstöðum allt of seint og svaraði síðan með hroka þegar settur dómsmálaráðherra vildi gera athugasemdir við umsögn hennar. Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð hjá fagfólki. Eins og settur dómsmálaráðherra rekur í bréfi sínu var honum nauðugur sá kostur að fylgja áliti nefndarinnar og skipa þá átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Jafnvel þótt hann hefði engar forsendur til að meta hvort sú ákvörðun væri rétt þar sem nefndin veitti ekki fullnægjandi svör við athugasemdum hans. Eftir lestur svarbréfs dómnefndarinnar er maður engu nær um það hvernig nefndin komst að sumum niðurstöðum, eins og að telja mann með 20 ára dómarareynslu minna hæfan en dómara sem hefur starfað sem settur dómari í átta ár. Í ljósi dóma Hæstaréttar í málum tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem kveðnir voru upp 19. desember 2017 liggur fyrir að íþyngjandi rannsóknarskylda er lögð á dómsmálaráðherra sem vill víkja frá umsögn dómnefndarinnar. Með því að skila umsögn um umsækjendur rétt áður en héraðsdómararnir áttu að hefja störf var settum ráðherra í reynd stillt upp við vegg. Ef hann hefði farið gegn áliti nefndarinnar án þess að fyrir lægi sambærilegt umsagnarferli þá hefði það bakað ríkinu bótaskyldu gagnvart þeim umsækjendum sem nefndin taldi hæfasta en fengu ekki embætti. Það má taka undir það sjónarmið að brýnt sé að breikka þann hóp sem kemur að tilnefningum í dómnefndina til að draga úr hættu á klíkumyndun og minnka áhrif dómaranna sjálfra á val á samstarfsmönnum sínum. Ekki verður unað við óbreytt ástand.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Orðalag bréfs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til dómsmálaráðherra í kjölfar skipunar átta héraðsdómara var meira en lítið athyglisvert. Settur ráðherra telur mikilvægt að koma leikmönnum að umsagnarferlinu um dómara að danskri fyrirmynd til að draga úr „hættu á klíkumyndun í vali dómara“. Þetta orðalag er ekki tilviljun vegna þess að þeir sem kynna sér umsagnir dómnefndarinnar um hæfni dómara við skipanir síðustu ára, sérstaklega í Hæstarétt Íslands, sjá í hendi sér að dómnefndin hefur lagt sig fram við að veita þeim umsækjendum sem eru þóknanlegir góða umsögn en útiloka aðra sem eru ekki „í klíkunni“ þótt þeir séu hæfari. Afleiðingar þessa eru mun alvarlegri en ætla mætti við fyrstu sýn því með þessu er smátt og smátt búið að veikja Hæstarétt. Í réttinn eiga að veljast færustu lögfræðingar þjóðarinnar og stofnunin á að búa yfir besta mögulega mannauði sem er til staðar úr stétt lögfræðinga hverju sinni. Þegar lögum um dómstóla var breytt árið 2010 var ráðherra gert ómögulegt að fara gegn niðurstöðu dómnefndarinnar nema bera þá ákvörðun undir Alþingi. Atburðarás síðustu vikna hefur leitt í ljós að þetta fyrirkomulag getur sett ráðherrann, sem fer með veitingarvaldið og ber pólitíska ábyrgð á skipuninni, í vonlausa stöðu. Núverandi dómnefnd undir forystu Jakobs Möllers lagði sig fram um að útiloka tiltekna umsækjendur án skýringa, skilaði niðurstöðum allt of seint og svaraði síðan með hroka þegar settur dómsmálaráðherra vildi gera athugasemdir við umsögn hennar. Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð hjá fagfólki. Eins og settur dómsmálaráðherra rekur í bréfi sínu var honum nauðugur sá kostur að fylgja áliti nefndarinnar og skipa þá átta umsækjendur sem nefndin taldi hæfasta. Jafnvel þótt hann hefði engar forsendur til að meta hvort sú ákvörðun væri rétt þar sem nefndin veitti ekki fullnægjandi svör við athugasemdum hans. Eftir lestur svarbréfs dómnefndarinnar er maður engu nær um það hvernig nefndin komst að sumum niðurstöðum, eins og að telja mann með 20 ára dómarareynslu minna hæfan en dómara sem hefur starfað sem settur dómari í átta ár. Í ljósi dóma Hæstaréttar í málum tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem kveðnir voru upp 19. desember 2017 liggur fyrir að íþyngjandi rannsóknarskylda er lögð á dómsmálaráðherra sem vill víkja frá umsögn dómnefndarinnar. Með því að skila umsögn um umsækjendur rétt áður en héraðsdómararnir áttu að hefja störf var settum ráðherra í reynd stillt upp við vegg. Ef hann hefði farið gegn áliti nefndarinnar án þess að fyrir lægi sambærilegt umsagnarferli þá hefði það bakað ríkinu bótaskyldu gagnvart þeim umsækjendum sem nefndin taldi hæfasta en fengu ekki embætti. Það má taka undir það sjónarmið að brýnt sé að breikka þann hóp sem kemur að tilnefningum í dómnefndina til að draga úr hættu á klíkumyndun og minnka áhrif dómaranna sjálfra á val á samstarfsmönnum sínum. Ekki verður unað við óbreytt ástand.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun