Moon segir Trump eiga miklar þakkir skildar 11. janúar 2018 07:00 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, er sagður feta þröngan stíg. Nordicphotos/AFP Vísir/afp Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Donald Trump á miklar þakkir skildar fyrir sitt hlutverk í að koma á viðræðum á milli Norður- og Suður-Kóreu. Þetta sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, í gær en viðræðurnar sjálfar fóru fram á þriðjudag og var komist að þeirri niðurstöðu að Norður-Kórea myndi senda keppendur á vetrarólympíuleikana sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á þessu ári. „Ég tel að Trump forseti eigi miklar þakkir skildar fyrir að hjálpa til við að koma þessum viðræðum á. Forysta Bandaríkjanna í því að beita þvingunum og þrýsta á Norður-Kóreu var á meðal þess sem gerði þetta mögulegt,“ sagði Moon en viðræðurnar voru þær fyrstu á milli ríkjanna í rúm tvö ár. Sjálfur tísti Trump því í síðustu viku að viðræðurnar væru honum að þakka. Hann hafi komið þeim á með að sýna „styrk og staðfestu og skuldbindingu við að beita sameiginlegum mætti gegn Norður-Kóreu“. Til þess að ljúka gerð samkomulagsins mætti stakur fulltrúi einræðisríkisins í höfuðstöðvar Alþjóðaólympíusambandsins í Sviss í gær. Er því ljóst að ríkin tvö á Kóreuskaga munu bæði eiga fulltrúa á þessum vetrarólympíuleikum. Samkvæmt greinanda BBC fetar Moon nú þröngan stíg. Er hann sagður hvorki vilja styggja Bandaríkjaforseta eða grafa undan viðskiptaþvingunum né styggja nágrannanna í norðri, svo að hægt verði að eiga fleiri viðræður. Og í fleiri viðræður stefnir. Komist var að því samkomulagi á þriðjudag að hefja viðræður um hernaðarmál á skaganum. Í gær sagði Moon að hann stæði við þá sýn sína að Kóreuskaga væri best borgið kjarnorkuvopnalausum en að einræðisríkið hafi ekki viljað ræða þau mál frekar. Rússar fögnuðu í gær komandi viðræðum um hernaðarmál. „Við vonum að þær viðræður dragi úr togstreitunni á Kóreuskaga og leiði til aukins stöðugleika á svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu en Rússland á landamæri að Norður-Kóreu. Athyglisverð frétt birtist jafnframt í gær í Korea Times, elsta kóreska dagblaðinu sem gefið er út á ensku, þar sem Cho Dong-uk, prófessor við Chungnam-háskóla í Suður-Kóreu, sagði frá því mati sínu að rödd Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í nýársávarpi hans bæri þess merki að hann væri að stríða við nýrnasjúkdóm. Cho hafi safnað dæmum af hljóðum sem bærust frá mismunandi stöðum í munni einræðisherrann og að titringur og tónhæð bæru þess merki að lungu og hjarta einræðisherrans væru í lagi en nýrun ekki. „Að minnsta kosti sýna þessi dæmi að nýru hans eru ekki í jafngóðu ástandi og önnur líffæri,“ var vitnað í Cho. Miðillinn benti jafnframt á að Kim væri of þungur, drykki áfengi og reykti sígarettur.Vísir/Getty
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira