Nissan afhendir Leaf nr. 300.000 Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 16:02 Ný kynslóð Nissan Leaf er þegar til sölu í Japan og brátt í Bandaríkjunum og Evrópu. Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent
Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent