Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2018 21:30 Robert Mueller, sérstakur saksóknari. Vísir/EPA Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja að þingið komi í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti vikið Robert Mueller, sérstökum saksóknara, úr starfi sínu og bundið enda á Rússarannsóknina svokölluðu. Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. Lögmenn og ráðgjafar Trump komu í veg fyrir að hann gerði það. Æðsti lögmaður Hvíta hússins hótaði að segja starfi sínu lausu ef það skref yrði tekið.Sjá einnig: Trump ætlaði að reka MuellerÞrátt fyrir áköll Demókrata og eins Repúblikana hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins þó lítinn áhuga að binda hendur Trump. Samkvæmt frétt Washington Post segja þeir að hótanir forsetans hafi verið einangraðar og séu í fortíðinni. Ekkert tilefni sé til aðgerða.Charles E. Grassley, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, segir að ef fregnirnar séu réttar sýni þær fram á að forsetinn hafi hlustað á góð ráð frá ráðgjöfum sínum. „Miðað við yfirlýsingar hans síðustu vikurnar eru hann og lögmenn hans að starfa með Mueller,“ sagði Grassley og vísaði þar til Trump.Demókratar eru þó ekki sammála og saka Repúblikana um að taka þátt í tilraunum til þess að grafa undan trúverðugleika Mueller og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þær árásir hafa færst verulega í aukana að undanförnu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar„Repúblikanar hafa sagt okkur í marga mánuði að það komi ekki til greina að Trump myndi reka Mueller og því þyrftum við ekki að koma hlífðarskildi yfir sérstaka saksóknarann. Hver er afsökunin þeirra núna?“ sagði aðstoðarmaður öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins við Politco.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12