Telur að þrengja þurfi hlutverk RÚV Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 13:39 Björgvin Guðmundsson og Páll Magnússon ræddu rekstrarumhverfi fjölmiðla í Víglínunni í dag. Stöð 2 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, telur að þrengja þurfi hlutverk RÚV. Hann telur að óhætt sé að draga úr framleiðslu afþreyingarefnis hjá miðlinum og þess í stað hlúð betur að innlendri fréttaframleiðslu. Þetta sagði Páll í Víglínunni nú í hádeginu. Töluvert hefur verið rætt um stöðu RÚV undanfarna daga en fjölmiðlanefnd birti skýrslu um rekstrarumhverfi fjölmiðla á fimmtudag. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur sem eru til þess fallnar að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Meðal annars er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilar og að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Að mati nefndarinnar gætu slíkar aðgerðir greitt götu einkarekinna fjölmiðla. Páll Magnússon og Björgvin Guðmundsson, formaður KOM ráðgjafar og einn nefndarmanna sem stóðu að skýrslunni, voru gestir Höskuldar Kára Schram í Víglínunni. Páll og Björgvin voru sammála um að einkareknir fjölmiðlar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum. „Mesta áskorunin lýtur að því hvernig á að styðja við þann þátt fjölmiðla sem tengist framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni,“ segir Björgvin og bætir við að þessi þáttur fjölmiðlunar tengist hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu þjóðfélagi. Að hans mati gegna fjölmiðlar margþættu hlutverki í samfélaginu, bæði með fréttaflutningi og menningarumfjöllun og með því að standa vörð um íslenska tungu. Páll segir skýrsluna prýðilega og telur að hún gefi góða mynd af þróun síðustu ára en að hans mati eru blikur á lofti. „Við sjáum hvernig þróunin hefur verið á síðustu árum, hlutur einkarekinna fjölmiðla hefur versnað mjög mikið,“ segir Páll og bendir á að eignarhald fjölmiðla hafi breyst og þjappast saman.„Það þarf að endurskilgreina hlutverk RÚV“ Páll telur að grípa þurfi til aðgerða til þess að hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði haldi ekki áfram að vaxa. „Hlutur RÚV á íslenskum auglýsingamarkaði er óeðlilega stór á meðan hlutdeild annarra miðla hefur minnkað. Hlutfallslegur styrkur RÚV alltaf að aukast,“ segir Páll. Björgvin bendir á að gripið hefði verið til aðgerða á Spáni og í Frakklandi til þess að rýra hlut ríkisfjölmiðla á auglýsingamarkaði. Um þetta er jafnframt fjallað í séráliti tveggja nefndarmanna fjölmiðlanefndar sem voru ósammála tillögu nefndarinnar um að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði. Að sögn Björgvins höfðu aðgerðirnar í Frakklandi og á Spáni tímabundnar jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir einkarekna fjölmiðla en langtímaáhrifin voru þó takmörkuð. Björgvin fullyrðir þó að umfang RÚV hér á landi sé afar mikið miðað við ríkisfjölmiðla erlendis. „Það er eðlilegt að sjónir beinist að RÚV. En það eru skiptar skoðanir um það eins og annað.“ Páll telur að skattpeningar ættu fyrst og fremst að renna til þeirra þátta fjölmiðlunar sem eru mikilvægastir í lýðræðisþjóðfélagi, svo sem til innlendrar framleiðslu. Þá telur Páll að endurskilgreina þurfi hlutverk RÚV og leggur til að dregið verði úr framleiðslu afþreyingarefnis.Tekjuöflun einkarekinna fjölmiðla umhugsunarefni Björgvin segist ekki líta framtíð einkarekinna fjölmiðla á Íslandi björtum augum en tekur þó fram að ýmsir miðlar hér á landi hafi reynst lífseigir þrátt fyrir viðvarandi taprekstur. Erfitt sé fyrir einkarekna fjölmiðla að afla tekna og neysluvenjur almennings hafa breyst. „Það þarf eitthvað að gerast til þess að fjölmiðlar geti aðlagað sig að breyttri tækni og neysluvenjum almennings, það er að segja hvernig við getum látið neytendur vera tilbúna að borga fyrir framleiðslu á fréttum. Því það þarf jú að borga fyrir þær,“ segir Björgvin og bendir á að í fjölmiðlaumhverfi nútímans, þar sem falskar fréttir eru á hverju strái, hljóti fólk að vera tilbúið til þess að greiða fyrir vandaðri og trúverðugri umfjöllun fjölmiðla. Páll tekur í sama streng en hann telur afar mikilvægt að „hliðvarslan“, það er að segja að staðið sé vörð um vestræn grundvallargildi fjölmiðlunar, kosti pening. „Enginn er tilbúinn til þess að borga hliðverðinum. Þegar þetta er orðið ókeypis virðist mönnum í léttu rúmi liggja hvort [fréttaefni] sé satt eða ósatt. Mönnum hefur ekki reynst mögulegt að tryggja tekjur á móti þeim útgjöldum sem skapast af þessari hliðvörslu og þetta er þessi lýðræðislega hætta sem okkur er búin þegar staðan er eins og hún er í dag. “ Fjölmiðlar Víglínan Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Tillaga nefndar um einkarekna fjölmiðla um að færa virðisaukaskatt af áskriftum íslenskra fjölmiðla niður í lægra skattþrep nýtur mikils stuðnings á Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þó á móti. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, telur að þrengja þurfi hlutverk RÚV. Hann telur að óhætt sé að draga úr framleiðslu afþreyingarefnis hjá miðlinum og þess í stað hlúð betur að innlendri fréttaframleiðslu. Þetta sagði Páll í Víglínunni nú í hádeginu. Töluvert hefur verið rætt um stöðu RÚV undanfarna daga en fjölmiðlanefnd birti skýrslu um rekstrarumhverfi fjölmiðla á fimmtudag. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur sem eru til þess fallnar að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Meðal annars er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilar og að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði. Að mati nefndarinnar gætu slíkar aðgerðir greitt götu einkarekinna fjölmiðla. Páll Magnússon og Björgvin Guðmundsson, formaður KOM ráðgjafar og einn nefndarmanna sem stóðu að skýrslunni, voru gestir Höskuldar Kára Schram í Víglínunni. Páll og Björgvin voru sammála um að einkareknir fjölmiðlar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum. „Mesta áskorunin lýtur að því hvernig á að styðja við þann þátt fjölmiðla sem tengist framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni,“ segir Björgvin og bætir við að þessi þáttur fjölmiðlunar tengist hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegu þjóðfélagi. Að hans mati gegna fjölmiðlar margþættu hlutverki í samfélaginu, bæði með fréttaflutningi og menningarumfjöllun og með því að standa vörð um íslenska tungu. Páll segir skýrsluna prýðilega og telur að hún gefi góða mynd af þróun síðustu ára en að hans mati eru blikur á lofti. „Við sjáum hvernig þróunin hefur verið á síðustu árum, hlutur einkarekinna fjölmiðla hefur versnað mjög mikið,“ segir Páll og bendir á að eignarhald fjölmiðla hafi breyst og þjappast saman.„Það þarf að endurskilgreina hlutverk RÚV“ Páll telur að grípa þurfi til aðgerða til þess að hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði haldi ekki áfram að vaxa. „Hlutur RÚV á íslenskum auglýsingamarkaði er óeðlilega stór á meðan hlutdeild annarra miðla hefur minnkað. Hlutfallslegur styrkur RÚV alltaf að aukast,“ segir Páll. Björgvin bendir á að gripið hefði verið til aðgerða á Spáni og í Frakklandi til þess að rýra hlut ríkisfjölmiðla á auglýsingamarkaði. Um þetta er jafnframt fjallað í séráliti tveggja nefndarmanna fjölmiðlanefndar sem voru ósammála tillögu nefndarinnar um að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði. Að sögn Björgvins höfðu aðgerðirnar í Frakklandi og á Spáni tímabundnar jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir einkarekna fjölmiðla en langtímaáhrifin voru þó takmörkuð. Björgvin fullyrðir þó að umfang RÚV hér á landi sé afar mikið miðað við ríkisfjölmiðla erlendis. „Það er eðlilegt að sjónir beinist að RÚV. En það eru skiptar skoðanir um það eins og annað.“ Páll telur að skattpeningar ættu fyrst og fremst að renna til þeirra þátta fjölmiðlunar sem eru mikilvægastir í lýðræðisþjóðfélagi, svo sem til innlendrar framleiðslu. Þá telur Páll að endurskilgreina þurfi hlutverk RÚV og leggur til að dregið verði úr framleiðslu afþreyingarefnis.Tekjuöflun einkarekinna fjölmiðla umhugsunarefni Björgvin segist ekki líta framtíð einkarekinna fjölmiðla á Íslandi björtum augum en tekur þó fram að ýmsir miðlar hér á landi hafi reynst lífseigir þrátt fyrir viðvarandi taprekstur. Erfitt sé fyrir einkarekna fjölmiðla að afla tekna og neysluvenjur almennings hafa breyst. „Það þarf eitthvað að gerast til þess að fjölmiðlar geti aðlagað sig að breyttri tækni og neysluvenjum almennings, það er að segja hvernig við getum látið neytendur vera tilbúna að borga fyrir framleiðslu á fréttum. Því það þarf jú að borga fyrir þær,“ segir Björgvin og bendir á að í fjölmiðlaumhverfi nútímans, þar sem falskar fréttir eru á hverju strái, hljóti fólk að vera tilbúið til þess að greiða fyrir vandaðri og trúverðugri umfjöllun fjölmiðla. Páll tekur í sama streng en hann telur afar mikilvægt að „hliðvarslan“, það er að segja að staðið sé vörð um vestræn grundvallargildi fjölmiðlunar, kosti pening. „Enginn er tilbúinn til þess að borga hliðverðinum. Þegar þetta er orðið ókeypis virðist mönnum í léttu rúmi liggja hvort [fréttaefni] sé satt eða ósatt. Mönnum hefur ekki reynst mögulegt að tryggja tekjur á móti þeim útgjöldum sem skapast af þessari hliðvörslu og þetta er þessi lýðræðislega hætta sem okkur er búin þegar staðan er eins og hún er í dag. “
Fjölmiðlar Víglínan Tengdar fréttir „Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55 Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Tillaga nefndar um einkarekna fjölmiðla um að færa virðisaukaskatt af áskriftum íslenskra fjölmiðla niður í lægra skattþrep nýtur mikils stuðnings á Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þó á móti. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið“ Þingmenn ræða stöðu fjölmiðla í kjölfar skýrslu. 25. janúar 2018 12:55
Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Tillaga nefndar um einkarekna fjölmiðla um að færa virðisaukaskatt af áskriftum íslenskra fjölmiðla niður í lægra skattþrep nýtur mikils stuðnings á Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þó á móti. 27. janúar 2018 07:00