Norðurkóresk kol millilenda í Rússlandi þrátt fyrir þvinganir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Frá höfninni í Nakhodka á Kyrrahafsströnd Rússlands. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnarborganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heimildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi viðskipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðisríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir. Reuters sagði frá því að þeir lögfræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skipanna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðilinn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira