Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 06:30 Óli Björn Kárason var málshefjandi í umræðum um stöðu einkarekinna fjölmiðla í gær. vísir/Ernir „Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Fyrst vil ég byrja á því að útfæra tillögu sem snýr að því að lækka virðisaukaskattinn og óska eftir því að nú þegar verði farið í samræmda álagningu á fjölmiðla þannig að hann verði í öllum tilfellum í neðra þrepi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í umræðum á Alþingi um stöðu einkarekinna fjölmiðla. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla afhenti mennta- og menningarmálaráðherra skýrslu sína í gær. Þar eru reifaðar tillögur í sjö liðum. Meðal annars er lagt til að heimilt verði að endurgreiða úr ríkissjóði hlutfall af framleiðslukostnaði einkarekinna fjölmiðla vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni á Íslandi. Hlutfallið verði miðað við allt að 25 prósent. Þá er lagt til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta blaða og tímarita sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli falla undir lægra skattþrep virðisaukaskatts. Skatturinn verði því 11 prósent. Þá er lagt til að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að gætt verði gagnsæis í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Nefndin, sem skipuð er fimm einstaklingum, klofnaði í afstöðu sinni til þriggja tillagna af sjö. Elfa Ýr Gylfadóttir og Hlynur Ingason gerðu fyrirvara við þá tillögu að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði og lögðust gegn þeirri tillögu að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu heimilaðar. Þau segja að ef tekin verður ákvörðun um að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði sé nauðsynlegt að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig fjármagna eigi aðgerðina og bæta tekjutap RÚV. „Að óbreyttu munu útgjöld ríkissjóðs aukast sem nemur tekjutapinu en um verulega fjármuni er að ræða.“ Þá segja þau að nauðsynlegt sé að ítarleg könnun og greining fari fram á áhrifum þess að heimila áfengis- og tóbaksauglýsingar áður en unnt er að leggja til að heimilt verði að miðla áfengis- og tóbaksauglýsingum hér á landi. Þá gerði fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nefndinni athugasemd við að útleiga einstaks afþreyingarefnis í formi kvikmynda, þátta og annars efnis (VOD) yrði færð í neðra skattþrep. Slík gjöld geti ekki talist til áskriftargjalda. Slík hugmynd myndi auk þess ganga gegn þeirri stefnu að fækka undanþágum og ívilnunum í virðisaukaskattskerfinu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira