Maðurinn með höndina Þórlindur Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Fyrir skömmu var mér sögð smellin saga af kostulegum afglöpum nokkurra íslenskra embættismanna. Sagan væri virkilega fyndin ef hún væri ekki sönn—eða kannski væri hún einmitt ekkert fyndin nema af því að hún er sönn. Annars væri hún of fjarstæðukennd til þess að hægt væri að hlæja að henni. Það eina sem gæti spillt fyrir skemmtigildinu er að í hana blandast fórnarlamb, sem reyndar er ekki embættismaður heldur ósköp venjulegur almennur borgari. Þess vegna er lesendum ráðlagt að láta það smáatriði ekki trufla sig að raunveruleg manneskja sé fórnarlamb í málinu öllu. Það er miklu skemmtilegra að láta eins og fórnarlambið skipti alls engu máli, sé í raun ekki beinlínis manneskja, heldur eins konar leikmunur í ærslakenndum farsa um furðulega embættismenn. Eins og Sverrir Kristjánsson orðaði það forðum þá hafa íslenskir sagnamenn „ekki ætlað öðrum rúm á spjöldum sögunnar en mönnum mikilla embætta eða mikilla örlaga,“ og með þá huggulegu venju í heiðri er langbest að vera ekki að gera of mikið úr hlut þeirra einstaklinga sem málin raunverulega snúast um.HandleggsbrotMaður handleggsbrotnar og fer á sjúkrahús. Læknirinn í bænum skoðar hann og segir: „Þú ert ekkert handleggsbrotinn.“ Maður fer af sjúkrahúsi. Höndin neitar að hlýða lækninum, bólgnar upp og blánar út í svart. Maðurinn með höndina fer til annars læknis, nú í borginni. „Þú ert handleggsbrotinn,“ segir læknirinn í borginni og læknar hann með gifsi. Höndin læknast og maðurinn með höndina í gifsinu fer til læknisins í bænum og biður hann um að fjarlægja fyrir sig gifsið. „Ég sagði þér að þú værir ekkert handleggsbrotinn og ég tek ekki gifsið,“ segir læknirinn í bænum þá. „En læknirinn í borginni sagði að ég væri handleggsbrotinn,“ segir maðurinn með höndina í gifsinu. „Læknirinn í borginni veit ekkert um beinbrot og er fyllibytta,“ segir læknirinn í bænum. Maðurinn með höndina í gifsinu fer til læknisins í borginni. „Af hverju er ekki búið að taka af þér gifsið?“ spyr læknirinn í borginni. Maðurinn með höndina svarar því skömmustulegur að læknirinn í bænum hafi ekki viljað taka það. „Af hverju ekki?“ spyr læknirinn í borginni. „Af því að læknirinn í bænum segir að þú sért fyllibytta og vitir ekkert um beinbrot,“ segir maðurinn með höndina í gifsinu. Læknirinn í borginni reiðist mjög og hermir upp á lækninn í bænum þessi ummæli. Læknirinn í bænum maldar í móinn. Læknirinn í borginni kærir lækninn í bænum til siðanefndar lækna.Gruflað í læknaskýrslum Nú eru góð ráð dýr fyrir lækninn í bænum. Þar sem hann undirbýr málsvörn sína gruflar hann í rafrænum sjúkraskýrslum og finnur í þeim upplýsingar um manninn með höndina. „Aha!“ hugsar læknirinn í bænum þegar hann kemst á snoðir um þetta og hitt sem gæti dregið úr trúverðugleika vitnisins. Hann sendir svo þær upplýsingar til siðanefndarinnar. Siðanefndin er ekki tilbúin að taka allan vitnisburð mannsins með höndina gildan, en finnur að því að læknirinn í bænum hafi notað trúnaðarupplýsingar úr sjúkraskýrslum til þess að grafa undan vitninu. Læknarnir skrifa úrskurð og birta hann í blaðinu sínu, og þar á meðal ýmsar upplýsingar úr sjúkraskýrslum mannsins með höndina, til þess að undirstrika að það hafi alls ekki mátt nota þær gegn honum. Nú var maðurinn með höndina kominn í blöðin og sjúkrasagan hans líka.Læknaskýrslur birtar Þetta líst manninum með höndina ekki vel á. Læknirinn í bænum braut á honum með því að misnota sjúkraskýrslur og siðanefndin braut á honum með því að birta þær upplýsingar opinberlega. Maðurinn með höndina höfðar mál gegn siðanefndinni fyrir birtinguna. Og viti menn. Dómaranum fannst ekki sanngjarnt að maðurinn með höndina hafi þurft að sæta þessari meðferð, hann vinnur málið og fær greiddar miskabætur upp á 300 þúsund krónur. „Til hamingju með það,“ segir dómarinn og skammar siðanefndina fyrir að birta opinberlega viðkvæmu upplýsingarnar um manninn með höndina. Í dómnum sem er birtur opinberlega á netinu skrifar dómarinn svo allar viðkvæmu upplýsingarnar aftur til þess að undirstrika að það hafi alls ekki mátt birta þær opinberlega. Sagan heldur áfram og Persónuvernd ávítar dómstóla fyrir kæruleysið. Alls staðar komast yfirvöld að því að embættismenn hafi í stöðugri viðleitni sinni til þess að bæta manninum með höndina tjónið lítið annað gert heldur en að magna hörmungarnar upp af eintómum klaufaskap og fyrirhyggjuleysi.Viðvarandi virðingarleysi Saga mannsins með höndina sýnir ekki aðeins þær hættur og brotalamir sem verið geta á meðferð persónuupplýsinga. Hún sýnir líka að á öllum stigum málsins er mannhelgi hans lítils virt. Ef læknirinn í bænum hefði borið virðingu fyrir manninum þá hefði hann aldrei misnotað aðstöðu sína með uppflettingu í sjúkrasögu, ef læknarnir í siðanefndinni hefðu borið virðingu fyrir honum þá hefðu þeir ekki álpast til þess að birta sömu upplýsingar í Læknablaðinu; og ef dómstólar hefðu í eitt augnablik litið á fórnarlamb sögunnar sem jafningja þá hefði þeim aldrei orðið á sú skyssa að endurprenta hinar meiðandi upplýsingar í dómum sínum, og þeir hefðu líklega metið miska hans að minnsta kosti til meira en sem svarar verðmæti sæmilegrar fartölvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Fyrir skömmu var mér sögð smellin saga af kostulegum afglöpum nokkurra íslenskra embættismanna. Sagan væri virkilega fyndin ef hún væri ekki sönn—eða kannski væri hún einmitt ekkert fyndin nema af því að hún er sönn. Annars væri hún of fjarstæðukennd til þess að hægt væri að hlæja að henni. Það eina sem gæti spillt fyrir skemmtigildinu er að í hana blandast fórnarlamb, sem reyndar er ekki embættismaður heldur ósköp venjulegur almennur borgari. Þess vegna er lesendum ráðlagt að láta það smáatriði ekki trufla sig að raunveruleg manneskja sé fórnarlamb í málinu öllu. Það er miklu skemmtilegra að láta eins og fórnarlambið skipti alls engu máli, sé í raun ekki beinlínis manneskja, heldur eins konar leikmunur í ærslakenndum farsa um furðulega embættismenn. Eins og Sverrir Kristjánsson orðaði það forðum þá hafa íslenskir sagnamenn „ekki ætlað öðrum rúm á spjöldum sögunnar en mönnum mikilla embætta eða mikilla örlaga,“ og með þá huggulegu venju í heiðri er langbest að vera ekki að gera of mikið úr hlut þeirra einstaklinga sem málin raunverulega snúast um.HandleggsbrotMaður handleggsbrotnar og fer á sjúkrahús. Læknirinn í bænum skoðar hann og segir: „Þú ert ekkert handleggsbrotinn.“ Maður fer af sjúkrahúsi. Höndin neitar að hlýða lækninum, bólgnar upp og blánar út í svart. Maðurinn með höndina fer til annars læknis, nú í borginni. „Þú ert handleggsbrotinn,“ segir læknirinn í borginni og læknar hann með gifsi. Höndin læknast og maðurinn með höndina í gifsinu fer til læknisins í bænum og biður hann um að fjarlægja fyrir sig gifsið. „Ég sagði þér að þú værir ekkert handleggsbrotinn og ég tek ekki gifsið,“ segir læknirinn í bænum þá. „En læknirinn í borginni sagði að ég væri handleggsbrotinn,“ segir maðurinn með höndina í gifsinu. „Læknirinn í borginni veit ekkert um beinbrot og er fyllibytta,“ segir læknirinn í bænum. Maðurinn með höndina í gifsinu fer til læknisins í borginni. „Af hverju er ekki búið að taka af þér gifsið?“ spyr læknirinn í borginni. Maðurinn með höndina svarar því skömmustulegur að læknirinn í bænum hafi ekki viljað taka það. „Af hverju ekki?“ spyr læknirinn í borginni. „Af því að læknirinn í bænum segir að þú sért fyllibytta og vitir ekkert um beinbrot,“ segir maðurinn með höndina í gifsinu. Læknirinn í borginni reiðist mjög og hermir upp á lækninn í bænum þessi ummæli. Læknirinn í bænum maldar í móinn. Læknirinn í borginni kærir lækninn í bænum til siðanefndar lækna.Gruflað í læknaskýrslum Nú eru góð ráð dýr fyrir lækninn í bænum. Þar sem hann undirbýr málsvörn sína gruflar hann í rafrænum sjúkraskýrslum og finnur í þeim upplýsingar um manninn með höndina. „Aha!“ hugsar læknirinn í bænum þegar hann kemst á snoðir um þetta og hitt sem gæti dregið úr trúverðugleika vitnisins. Hann sendir svo þær upplýsingar til siðanefndarinnar. Siðanefndin er ekki tilbúin að taka allan vitnisburð mannsins með höndina gildan, en finnur að því að læknirinn í bænum hafi notað trúnaðarupplýsingar úr sjúkraskýrslum til þess að grafa undan vitninu. Læknarnir skrifa úrskurð og birta hann í blaðinu sínu, og þar á meðal ýmsar upplýsingar úr sjúkraskýrslum mannsins með höndina, til þess að undirstrika að það hafi alls ekki mátt nota þær gegn honum. Nú var maðurinn með höndina kominn í blöðin og sjúkrasagan hans líka.Læknaskýrslur birtar Þetta líst manninum með höndina ekki vel á. Læknirinn í bænum braut á honum með því að misnota sjúkraskýrslur og siðanefndin braut á honum með því að birta þær upplýsingar opinberlega. Maðurinn með höndina höfðar mál gegn siðanefndinni fyrir birtinguna. Og viti menn. Dómaranum fannst ekki sanngjarnt að maðurinn með höndina hafi þurft að sæta þessari meðferð, hann vinnur málið og fær greiddar miskabætur upp á 300 þúsund krónur. „Til hamingju með það,“ segir dómarinn og skammar siðanefndina fyrir að birta opinberlega viðkvæmu upplýsingarnar um manninn með höndina. Í dómnum sem er birtur opinberlega á netinu skrifar dómarinn svo allar viðkvæmu upplýsingarnar aftur til þess að undirstrika að það hafi alls ekki mátt birta þær opinberlega. Sagan heldur áfram og Persónuvernd ávítar dómstóla fyrir kæruleysið. Alls staðar komast yfirvöld að því að embættismenn hafi í stöðugri viðleitni sinni til þess að bæta manninum með höndina tjónið lítið annað gert heldur en að magna hörmungarnar upp af eintómum klaufaskap og fyrirhyggjuleysi.Viðvarandi virðingarleysi Saga mannsins með höndina sýnir ekki aðeins þær hættur og brotalamir sem verið geta á meðferð persónuupplýsinga. Hún sýnir líka að á öllum stigum málsins er mannhelgi hans lítils virt. Ef læknirinn í bænum hefði borið virðingu fyrir manninum þá hefði hann aldrei misnotað aðstöðu sína með uppflettingu í sjúkrasögu, ef læknarnir í siðanefndinni hefðu borið virðingu fyrir honum þá hefðu þeir ekki álpast til þess að birta sömu upplýsingar í Læknablaðinu; og ef dómstólar hefðu í eitt augnablik litið á fórnarlamb sögunnar sem jafningja þá hefði þeim aldrei orðið á sú skyssa að endurprenta hinar meiðandi upplýsingar í dómum sínum, og þeir hefðu líklega metið miska hans að minnsta kosti til meira en sem svarar verðmæti sæmilegrar fartölvu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun