Ótækt að vald ráðherra sé bara formlegt ef ábyrgðin er hans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Mat hæfnisnefndarinnar við skipun Landsréttar var töluvert til umræðu á málþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
„Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira