Stolt af árangri síðustu átta ára og gefur áfram kost á sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 11:22 Kristín Soffía gefur kost á sér í annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni. vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.” Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.”
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira