Birtir öll samskipti við umboðsmann Alþingis Daníel Freyr Birksson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn umboðsmanns Alþingis. vísir/ernir „Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46