Opinber leiðrétting var ekki gefin út fyrr en 38 mínútum eftir að viðvörunin var send út. Svo virðist sem að starfsmaður Almannavarna Hawaii hafi ýtt á vitlausan takka í lok vaktar sinnar.
Viðvörunin leiddi til þess að íbúar og ferðamenn leituðu skjóls í kjöllurum, undir borðum og víða annars staðar. Samkvæmt frétt CNN hefðu íbúar Hawaii um 20 mínútuna viðvörun ef Norður-Kórea skyti eldflaug að eyjunum.
Washington Post bendir á að það hafi tekið Ige 17 mínútur að setja leiðréttingu á Twitter. Sömuleiðis tók það hann 23 mínútur að segja eitthvað á Facebook. Hann var ekki spurður í dag hvort hann hefði líka gleymt lykilorðinu sínu á þeim samfélagsmiðli.
Ige segir að skref hafi verið tekin svo ómögulegt sé að hann gleymi lykilorðinu aftur og sett Twitter upp í símanum sínum.