Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2018 20:45 Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. Húsfyllir er nú á íbúafundi í Dalabúð þar sem áformin eru kynnt. Eins og fram hefur komið áformar fyrirtækið Storm Orka að reisa vindorkuver á sexhundruð hektara svæði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð, en sveitarstjórn Dalabyggðar skrifaði undir viljayfirlýsingu um uppbyggingaráformin síðastliðið haust án þess að umhverfis- og skiplagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum um verkefnið. Þá hefur annað félag, fjárfestingasjóðurinn Gamma, verið að skoða önnur svæði til samskonar uppbyggingar og hefur land Dönustaða verið nefnt til uppbyggingar á vindorku og/eða gagnaveri en það land er í eigu fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra.Fjárfestar horfa hýru auga til lands í Dalasýslu vegna áforma um vindorkuver.Vísir/Jóhann K.Í fréttum okkar í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra það afar mikilvægt að mótuð verði almenn stefna um vindorkuvirkjanir hér á landi og þá hvar ákjósanlegt að þær séu reistar.Engin heildræn stefna er til um gerð vindorkuvera eða nýtingu vindorku hér á landi og hjá ráðuneytinu vinnur nú hópur manna að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum.Í landi Hróðnýjarstaða er gert ráð fyrir allt að 40 vindmyllum fram framleitt geta um 130 MW. Við slíkar framkvæmdir þarf tæplega fjörutíu steypubíla til þess að byggja undirstöður undir hverja og eina vindmyllu sem getur orðið allt að 180 metra há.Það þýðir að verði reistar fjörutíu slíkar, þurfi rúmlega eitt þúsund steypubíla til verksins.Engin fordæmi eru fyrir svo stóru vindorkuveri hér á landi og áhrif þeirra á umhverfi og náttúru og hvað þá samfélag eins og Dalabyggð. Verkefnið hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum.„Ég hef í raun enga hugmynd um þetta af því að það er ekkert búið að kynna þetta,“ segir Björt Þorbjörnsdóttir, íbúi í Dalabyggð.Finnst þér íbúar sveitarfélagsins hafa fengið nægar upplýsingar um þetta verkefni?„Ég er bara ekki búinn að kynna mér það mál ennþá, hvort að það séu komnar góðar upplýsingar um þetta,“ Arnór Þór Ólafsson, íbúi í Dalabyggð.„Mér finnst þetta persónulega ekki sjónmengun og mér finnst þetta frekar afturkræft en það sem er verið að gera upp á hálendi,“ segir Hjördís Kvaran Einarsdóttir, íbúi í Dalabyggð sem kveðst nokkuð jákvæð í garð verkefnisins.Unnur Ásta Hilmarsdóttir, íbúi í Dalabyggð er þó ekki á sama máli.„Mér finnst þetta bara ljótt, það er það eina sem ég hef í hendi núna.“ Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, segir að mögulega hafi sveitarstjórnin verið of fljót á sér, ekkert hafi þó verið ákveðið í þessum efnum.Þessar uppbyggingaráætlanir hafa ekki verið kynntar íbúum eftir svo langan tíma, af hverju ekki og voruð þið kannski að flýta ykkur að skrifa undir viljayfirlýsinguna?„Það má vel vera að við höfum verið eitthvað fljót á okkur en við teljum ekki að það skipti í máli í sjálfu sér. Við höfðum hug á því að kynna þetta með fjárhagsáætlun,“ segir Sveinn. „Sú vinna tók tíma og svo komu jól og áramót og hérna erum við.“Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.Hvað þýðir það fyrir sveitarfélagið verði þessi uppbygging að veruleika?„Ég held að það geti verið eins og annað að það er oft á tíðum jákvæð áhrif af uppbyggingu. Það liggur fyrir að samkvæmt núgildandi lögum fær sveitarfélagið fasteignagjöld af hluta þessara framkvæmda.“Hafið þið ekki áhyggjur af því að ekki er til heildstæð stefna í þessum málum hér á Íslandi?„Jújú, við skrifuðum undir í október og Skipulagsstofnum sendi frá sér drög að leiðbeiningum í desember þannig að það eru allir á handahlaupum að marka sér stefnu í þessu. Sveitarfélagið markar ekki stefnu fyrir ríkið.“Getur verið að fjárfestar séu að flýta sér að klófesta jarðir og hefja uppbyggingu áður en lög og reglugerðir verða enn frekar festar í sessi. Hafið þið áhyggjur af því?„Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af því að því að við erum ekki búin að binda okkur eitt né neitt. Við förum eftir binandi lögum og reglugerðum á hverjum tíma og nú erum við að vinna samkvæmt skipulagslögum. Nú erum við að vinna lýsingu á verkefninu. Það er ekki búið að samþykkja að fara í þessa breytingu. Sú umræða er eftir og ég held að það sé ekkert að óttast enn sem komið er.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. Húsfyllir er nú á íbúafundi í Dalabúð þar sem áformin eru kynnt. Eins og fram hefur komið áformar fyrirtækið Storm Orka að reisa vindorkuver á sexhundruð hektara svæði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð, en sveitarstjórn Dalabyggðar skrifaði undir viljayfirlýsingu um uppbyggingaráformin síðastliðið haust án þess að umhverfis- og skiplagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum um verkefnið. Þá hefur annað félag, fjárfestingasjóðurinn Gamma, verið að skoða önnur svæði til samskonar uppbyggingar og hefur land Dönustaða verið nefnt til uppbyggingar á vindorku og/eða gagnaveri en það land er í eigu fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra.Fjárfestar horfa hýru auga til lands í Dalasýslu vegna áforma um vindorkuver.Vísir/Jóhann K.Í fréttum okkar í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra það afar mikilvægt að mótuð verði almenn stefna um vindorkuvirkjanir hér á landi og þá hvar ákjósanlegt að þær séu reistar.Engin heildræn stefna er til um gerð vindorkuvera eða nýtingu vindorku hér á landi og hjá ráðuneytinu vinnur nú hópur manna að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum.Í landi Hróðnýjarstaða er gert ráð fyrir allt að 40 vindmyllum fram framleitt geta um 130 MW. Við slíkar framkvæmdir þarf tæplega fjörutíu steypubíla til þess að byggja undirstöður undir hverja og eina vindmyllu sem getur orðið allt að 180 metra há.Það þýðir að verði reistar fjörutíu slíkar, þurfi rúmlega eitt þúsund steypubíla til verksins.Engin fordæmi eru fyrir svo stóru vindorkuveri hér á landi og áhrif þeirra á umhverfi og náttúru og hvað þá samfélag eins og Dalabyggð. Verkefnið hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum.„Ég hef í raun enga hugmynd um þetta af því að það er ekkert búið að kynna þetta,“ segir Björt Þorbjörnsdóttir, íbúi í Dalabyggð.Finnst þér íbúar sveitarfélagsins hafa fengið nægar upplýsingar um þetta verkefni?„Ég er bara ekki búinn að kynna mér það mál ennþá, hvort að það séu komnar góðar upplýsingar um þetta,“ Arnór Þór Ólafsson, íbúi í Dalabyggð.„Mér finnst þetta persónulega ekki sjónmengun og mér finnst þetta frekar afturkræft en það sem er verið að gera upp á hálendi,“ segir Hjördís Kvaran Einarsdóttir, íbúi í Dalabyggð sem kveðst nokkuð jákvæð í garð verkefnisins.Unnur Ásta Hilmarsdóttir, íbúi í Dalabyggð er þó ekki á sama máli.„Mér finnst þetta bara ljótt, það er það eina sem ég hef í hendi núna.“ Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, segir að mögulega hafi sveitarstjórnin verið of fljót á sér, ekkert hafi þó verið ákveðið í þessum efnum.Þessar uppbyggingaráætlanir hafa ekki verið kynntar íbúum eftir svo langan tíma, af hverju ekki og voruð þið kannski að flýta ykkur að skrifa undir viljayfirlýsinguna?„Það má vel vera að við höfum verið eitthvað fljót á okkur en við teljum ekki að það skipti í máli í sjálfu sér. Við höfðum hug á því að kynna þetta með fjárhagsáætlun,“ segir Sveinn. „Sú vinna tók tíma og svo komu jól og áramót og hérna erum við.“Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.Hvað þýðir það fyrir sveitarfélagið verði þessi uppbygging að veruleika?„Ég held að það geti verið eins og annað að það er oft á tíðum jákvæð áhrif af uppbyggingu. Það liggur fyrir að samkvæmt núgildandi lögum fær sveitarfélagið fasteignagjöld af hluta þessara framkvæmda.“Hafið þið ekki áhyggjur af því að ekki er til heildstæð stefna í þessum málum hér á Íslandi?„Jújú, við skrifuðum undir í október og Skipulagsstofnum sendi frá sér drög að leiðbeiningum í desember þannig að það eru allir á handahlaupum að marka sér stefnu í þessu. Sveitarfélagið markar ekki stefnu fyrir ríkið.“Getur verið að fjárfestar séu að flýta sér að klófesta jarðir og hefja uppbyggingu áður en lög og reglugerðir verða enn frekar festar í sessi. Hafið þið áhyggjur af því?„Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggjur af því að því að við erum ekki búin að binda okkur eitt né neitt. Við förum eftir binandi lögum og reglugerðum á hverjum tíma og nú erum við að vinna samkvæmt skipulagslögum. Nú erum við að vinna lýsingu á verkefninu. Það er ekki búið að samþykkja að fara í þessa breytingu. Sú umræða er eftir og ég held að það sé ekkert að óttast enn sem komið er.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45