Leikhús fáránleikans Magnús Guðmundsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Það hlaut að koma að því að nemendur við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands fengju nóg. Árum saman hafa þau mátt búa við slíkar aðstæður við nám sitt að það þætti til skammar fyrir hvaða fyrirtæki sem er að bjóða starfsfólki sínu upp á slíkt og þurfa þau þó að greiða háar fjárhæðir fyrir námið. Fyrir þessa aðstöðu, sem er auðvitað órjúfanlegur hluti af náminu, greiða þau yfir hálfa milljón á vetri. Árið 2012 var fjallað um það í fjölmiðlum að húsnæði LHÍ við Sölvhólsgötu væri langt frá því að vera boðlegt. Tónlistardeildin var þá reyndar enn í húsinu en hefur nú verið flutt burt en eftir situr sviðslistadeildin í húsnæði sem hefur meira að segja drabbast enn meira niður á síðustu árum. Húsnæðið er sýkt af myglu, þar lekur stundum úr skolplögnum, loftræstingin er ekki í lagi, aðgengi fyrir hjólastóla ekki til staðar, ekkert mötuneyti, ekkert bókasafn, engin les- eða vinnuaðstaða, dansstúdíó skólans er óeinangraður skúr og hreinlætisaðstaða langt frá því viðunandi. Allt kemur þetta fram í athugasemdum nemenda og hefur lengi verið vitað. Það vekur þó athygli að þetta er ekki allt og sumt heldur mætti tilgreina fjölmörg fleiri atriði sem fela í sér skerta þjónustu við nemendur, allt til þess að þau séu sjálf að hýsa erlenda gestakennara vegna þess að skólinn sér þeim ekki fyrir húsnæði. Það er rétt að tilgreina það atriði í þessu leikhúsi fáránleikans vegna þess að það er lýsandi fyrir það hvernig stjórnendur skólans virðast hafa velt ábyrgðinni yfir á nemendur deildarinnar. Fjárskortur skólans er ekki og má aldrei vera á ábyrgð nemenda. Sú ábyrgð liggur vissulega fyrst og fremst hjá ríkisvaldinu en þegar málið komst í hámæli á síðasta ári lýsti þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, því yfir að hann hefði fullan hug á að koma skikki á húsnæðismál skólans. Ekkert hefur enn orðið úr því, Kristján Þór er ekki lengur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og ástandið heldur áfram að versna og skólagjöldin að hækka. Það er löngu tímabært að stjórnendur Listaháskóla Íslands taki afstöðu með nemendum skólans umfram þann þrönga fjárstakk sem stjórnvöld sníða. Nemendur Listaháskólans eru einu nemendurnir í ríkisreknum háskóla á Íslandi sem er gert að greiða þessi háu skólagjöld og að þeim sé launað með þessum hætti gengur ekki lengur. Baráttan sem nemendurnir standa í þessa dagana er slagur sem stjórnendur skólans hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu. Treysti stjórnendur sér ekki til þess er kannski rétt að fá einhverja aðra til verksins.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Það hlaut að koma að því að nemendur við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands fengju nóg. Árum saman hafa þau mátt búa við slíkar aðstæður við nám sitt að það þætti til skammar fyrir hvaða fyrirtæki sem er að bjóða starfsfólki sínu upp á slíkt og þurfa þau þó að greiða háar fjárhæðir fyrir námið. Fyrir þessa aðstöðu, sem er auðvitað órjúfanlegur hluti af náminu, greiða þau yfir hálfa milljón á vetri. Árið 2012 var fjallað um það í fjölmiðlum að húsnæði LHÍ við Sölvhólsgötu væri langt frá því að vera boðlegt. Tónlistardeildin var þá reyndar enn í húsinu en hefur nú verið flutt burt en eftir situr sviðslistadeildin í húsnæði sem hefur meira að segja drabbast enn meira niður á síðustu árum. Húsnæðið er sýkt af myglu, þar lekur stundum úr skolplögnum, loftræstingin er ekki í lagi, aðgengi fyrir hjólastóla ekki til staðar, ekkert mötuneyti, ekkert bókasafn, engin les- eða vinnuaðstaða, dansstúdíó skólans er óeinangraður skúr og hreinlætisaðstaða langt frá því viðunandi. Allt kemur þetta fram í athugasemdum nemenda og hefur lengi verið vitað. Það vekur þó athygli að þetta er ekki allt og sumt heldur mætti tilgreina fjölmörg fleiri atriði sem fela í sér skerta þjónustu við nemendur, allt til þess að þau séu sjálf að hýsa erlenda gestakennara vegna þess að skólinn sér þeim ekki fyrir húsnæði. Það er rétt að tilgreina það atriði í þessu leikhúsi fáránleikans vegna þess að það er lýsandi fyrir það hvernig stjórnendur skólans virðast hafa velt ábyrgðinni yfir á nemendur deildarinnar. Fjárskortur skólans er ekki og má aldrei vera á ábyrgð nemenda. Sú ábyrgð liggur vissulega fyrst og fremst hjá ríkisvaldinu en þegar málið komst í hámæli á síðasta ári lýsti þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, því yfir að hann hefði fullan hug á að koma skikki á húsnæðismál skólans. Ekkert hefur enn orðið úr því, Kristján Þór er ekki lengur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og ástandið heldur áfram að versna og skólagjöldin að hækka. Það er löngu tímabært að stjórnendur Listaháskóla Íslands taki afstöðu með nemendum skólans umfram þann þrönga fjárstakk sem stjórnvöld sníða. Nemendur Listaháskólans eru einu nemendurnir í ríkisreknum háskóla á Íslandi sem er gert að greiða þessi háu skólagjöld og að þeim sé launað með þessum hætti gengur ekki lengur. Baráttan sem nemendurnir standa í þessa dagana er slagur sem stjórnendur skólans hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu. Treysti stjórnendur sér ekki til þess er kannski rétt að fá einhverja aðra til verksins.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun