Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi.
Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir.
Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta.
Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar.