Fjölnismenn unnu sinn fyrsta alvöru titil í meistaraflokki í kvöld þegar þeir unnu Fjölni í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins, 3-2, en leikið var í Egilshöll.
Þórir Guðjónsson kom Fjölni yfir eftir darraðadans í teignum eftir aukaspyrnu, en Albert Brynjar Ingason jafnaði fyrir hlé.
Albert var aftur á ferðinni á sjöundu mínútu síðari hálfleik og þannig stóðu leikar allt þangað til á 60. mínútu þegar Þórir jafnaði metin.
Þórir var ekki hættur því á 80. mínútu fullkomnaði hann þrennuna og tryggði Fjölnismönnum sigur, sem var þeirra fyrsti titill eins og fjallað var um á Vísi í kvöld.
Loktaölur 3-2, en Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk rautt spjald í uppbótartíma fyrir fólskulegt brot. Góð byrjun hjá Ólafi Páli Snorrasyni sem þjálfari Fjölnis.

