Chris Harris slapp úr brennandi Alpine A110 í tökum á Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2018 10:14 Alpine A110 bíllinn alelda, en hann var gerónýtur aðeins á 4 mínútum. Þeir Chris Harris og Eddie Jordan, þáttastjórnendur Top Gear bílaþáttanna, sluppu betur en á horfðist er þeir óku hinum nýja sportbíl Alpine A110 á mánudaginn síðastliðinn við tökur á nýjum Top Gear þáttum. Á öskömmum tíma varð bíllinn alelda en áður hafði viðvörunarljós kviknað í mælaborði bílsins. Þegar Chris Harris opnaði hurð bílsins sleiktu eldtungur hendi hans og því lá mikið við að komast sem lengst fjarri brennandi bílnum sem brátt varð alelda og var gerónýtur á aðeins fjórum mínútum. Voru þeir kumpánar staddir á þekktri rallýleið í Mónakó er óhappið varð en þeir sluppu báðir heilir og höldnu frá hildarleiknum. Chris Harris var ekki skemmt við óhappið og kvaðst sár að sjá svo fallegan og góðan sportbíl fuðra upp, en í leiðinni mærði hann akstursgetu þessa nýja bíls og lýsti fjálglega gleðinni við að aka honum. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli brunanum en allar prófanir á bílnum hafa verið stöðvaðar uns fyrir liggur hvað olli brunanum. Það gæti því orðið eitthvað í að fleiri Alpine A110 bílar verði seldir á næstunni, en það er sportbílafyrirtækið Alpine sem breytir Renault-Nissan bílum sem stendur að smíði Alpine A110. Þar fer mjög snarpur bíll með 252 hestafla vél sem skilar honum í hundraðið á litlum 4,5 sekúndum, enda bíllinn er fremur smár og léttur. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent
Þeir Chris Harris og Eddie Jordan, þáttastjórnendur Top Gear bílaþáttanna, sluppu betur en á horfðist er þeir óku hinum nýja sportbíl Alpine A110 á mánudaginn síðastliðinn við tökur á nýjum Top Gear þáttum. Á öskömmum tíma varð bíllinn alelda en áður hafði viðvörunarljós kviknað í mælaborði bílsins. Þegar Chris Harris opnaði hurð bílsins sleiktu eldtungur hendi hans og því lá mikið við að komast sem lengst fjarri brennandi bílnum sem brátt varð alelda og var gerónýtur á aðeins fjórum mínútum. Voru þeir kumpánar staddir á þekktri rallýleið í Mónakó er óhappið varð en þeir sluppu báðir heilir og höldnu frá hildarleiknum. Chris Harris var ekki skemmt við óhappið og kvaðst sár að sjá svo fallegan og góðan sportbíl fuðra upp, en í leiðinni mærði hann akstursgetu þessa nýja bíls og lýsti fjálglega gleðinni við að aka honum. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli brunanum en allar prófanir á bílnum hafa verið stöðvaðar uns fyrir liggur hvað olli brunanum. Það gæti því orðið eitthvað í að fleiri Alpine A110 bílar verði seldir á næstunni, en það er sportbílafyrirtækið Alpine sem breytir Renault-Nissan bílum sem stendur að smíði Alpine A110. Þar fer mjög snarpur bíll með 252 hestafla vél sem skilar honum í hundraðið á litlum 4,5 sekúndum, enda bíllinn er fremur smár og léttur.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent