Nýr formaður Skotvís: Veiðar og náttúruvernd ekki andstæðir pólar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sem dæmi um fyrirkomulag sem gefist hefur vel nefnir Áki Ármann Jónsson hreindýraveiðar í Vatnajökulsþjóðgarði. vísir/stefán Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira