Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. febrúar 2018 22:44 Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40
Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00