Nissan hefur selt 3.000.000 Qashqai Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 14:50 Nissan Qashqai númer 3.000.000. Á þeim tíu árum sem sportjeppinn Nissan Qashqai hefur verið á markaði í Evrópu hafa þrjár milljónir slíkra bíla verið framleiddar í verksmiðjunni í Sunderland í Bretlandi samkvæmt uppgjöri fyrir árið 2017. Síðasta ár var einstaklega gifturíkt fyrir Qashqai sem hefur verið mest seldi sportjeppinn í Evrópu allar götur frá því að hann kom á markað 2007, enda unnið til meira en áttatíu verðlauna, þar af í nítján löndum sem bíll ársins. Verksmiðja Nissan í Sunderland framleiddi 762.574 bíla á árinu, bæði fyrir Nissan og Datsun og átti Qashqai stærstan þátt í framleiðslumetinu en alls runnu 265.520 eintök af sportjeppanum af færibandinu. Þannig fóru 3,8% fleiri bílar í heild á markaði frá Sunderland á síðasta ári og 1,2% fleiri Qashqai og var markaðshlutdeild Nissan í Evrópu 3,7% á árinu. Einkum var árangur Nissan góður á Spáni þar sem salan jókst um 9,4% og í Rússlandi þar sem salan jókst um 12,4%. Einnig bætti Frakklandsmarkaður við sig þremur prósentustigum og hefur sala Nissan í Frakklandi aldrei verið meiri en um þessar mundir. Paul Willcox, forstjóri Nissan Europe, fagnar góðu gengi fyrirtækisins og Qashqai í Evrópu og bindur miklar vonir við yfirstandandi ár, ekki síst vegna nýrrar kynslóðar Leaf, en að jafnaði berast Nissan sex pantanir í nýja bílinn á hverri einustu klukkustund í Evrópu. Willcox á von á því að Nissan Europe setji nýtt sölumet á þessu ári og að alls fari heildarsalan í 20,2 milljónir bíla, að Rússlandsmarkaði meðtöldum. Hjá Nissan í Sunderland starfa um sjö þúsund manns við framleiðslu á Qashqai, Juke og Leaf auk Infiniti Q30 og QX30, en einn af hverjum þremur bílum sem framleiddir eru í Bretlandi er frá Nissan. Um 80% framleiðslunnar í Sunderland fer á erlenda markaði í 130 löndum. Auk starfsstöðvar í Sunderland vinna 65 manns í hönnunarstöð Nissan í Paddington í Lundúnum, um eitt þúsund manns hjá tæknimiðstöð fyrirtækisins í Cranfield og um 190 manns við sölu- og markaðsmál í Rickmansworth. Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent
Á þeim tíu árum sem sportjeppinn Nissan Qashqai hefur verið á markaði í Evrópu hafa þrjár milljónir slíkra bíla verið framleiddar í verksmiðjunni í Sunderland í Bretlandi samkvæmt uppgjöri fyrir árið 2017. Síðasta ár var einstaklega gifturíkt fyrir Qashqai sem hefur verið mest seldi sportjeppinn í Evrópu allar götur frá því að hann kom á markað 2007, enda unnið til meira en áttatíu verðlauna, þar af í nítján löndum sem bíll ársins. Verksmiðja Nissan í Sunderland framleiddi 762.574 bíla á árinu, bæði fyrir Nissan og Datsun og átti Qashqai stærstan þátt í framleiðslumetinu en alls runnu 265.520 eintök af sportjeppanum af færibandinu. Þannig fóru 3,8% fleiri bílar í heild á markaði frá Sunderland á síðasta ári og 1,2% fleiri Qashqai og var markaðshlutdeild Nissan í Evrópu 3,7% á árinu. Einkum var árangur Nissan góður á Spáni þar sem salan jókst um 9,4% og í Rússlandi þar sem salan jókst um 12,4%. Einnig bætti Frakklandsmarkaður við sig þremur prósentustigum og hefur sala Nissan í Frakklandi aldrei verið meiri en um þessar mundir. Paul Willcox, forstjóri Nissan Europe, fagnar góðu gengi fyrirtækisins og Qashqai í Evrópu og bindur miklar vonir við yfirstandandi ár, ekki síst vegna nýrrar kynslóðar Leaf, en að jafnaði berast Nissan sex pantanir í nýja bílinn á hverri einustu klukkustund í Evrópu. Willcox á von á því að Nissan Europe setji nýtt sölumet á þessu ári og að alls fari heildarsalan í 20,2 milljónir bíla, að Rússlandsmarkaði meðtöldum. Hjá Nissan í Sunderland starfa um sjö þúsund manns við framleiðslu á Qashqai, Juke og Leaf auk Infiniti Q30 og QX30, en einn af hverjum þremur bílum sem framleiddir eru í Bretlandi er frá Nissan. Um 80% framleiðslunnar í Sunderland fer á erlenda markaði í 130 löndum. Auk starfsstöðvar í Sunderland vinna 65 manns í hönnunarstöð Nissan í Paddington í Lundúnum, um eitt þúsund manns hjá tæknimiðstöð fyrirtækisins í Cranfield og um 190 manns við sölu- og markaðsmál í Rickmansworth.
Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent