Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið Tískudrottningin Yasmin Sewell Glamour Hvað er Met Gala? Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fágað fyrir herrana frá Burberry Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Fögnuðu björtustu vonum amerískra fatahönnuða Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Bláhærð Rihanna stal senunni á Barbados Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið Tískudrottningin Yasmin Sewell Glamour Hvað er Met Gala? Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Fágað fyrir herrana frá Burberry Glamour Fjölmennt hjá Andreu og Elísabetu Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Fögnuðu björtustu vonum amerískra fatahönnuða Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Bláhærð Rihanna stal senunni á Barbados Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour