Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:31 Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést. Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira