Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra, greiddi ekki miskabætur til barna í kynferðisbrotamálum fyrr en eftir dúk og disk. Vísir/Hari Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. Ólöf Rún þurfti að ganga hart á eftir því við Sif að fá greiddar miskabætur í kynferðisbrotamáli. Sif var réttargæslumaður Ólafar Rúnar í málinu. „Það bara snappaði eitthvað inn í mér,“ segir Ólöf í viðtali við Kjarnann. Þetta sé vanvirðing við það sem hún þurfti að ganga í gegnum. Þá hafi hún upplifað það sem sjálfstætt brot þegar miskabæturnar hafi ekki verið greiddar út á sínum tíma. Hún þurfti að leita til annars lögmanns til að ganga á eftir því að fá bæturnar greiddar. Um er að ræða annað mál en keimlíkt því sem fjallað hefur verið um í kvöldfréttum Stöðvar 2 undanfarna daga. Mál Ólafar er frá 2005 en árið 2008 var Sif kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða ekki barni sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir miskabætur.Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en aldrei fengust svör við því hvort Sif hefði greitt bæturnar af fjárvörslureikningi eða persónulegum reikningi.Ólöf Rún varð fyrir aðkasti í Stykkishólmi eftir að hún og fleiri stúlkur sökuðu kennara sinn um kynferðisbrot. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin.Vísir/VilhelmKennarinn í kynferðislegu sambandi við nemendur Ólöf Rún segir sögu sína í viðtali við Kjarnann. Hún hafi alist upp í Stykkishólmi þar sem kennari hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi þjálfað hana í íþróttum en upphaf samskipta voru SMS skilaboð til hennar sem hann sagði hafa átt að rata á vin sinn. Í framhaldinu hafi samband þeirra orðið kynferðislegt. Þegar til stóð að gera kennarann að umsjónarkennara í bekk Ólafar og fara með bekkinn í utanlandsferð kom í ljós að kennarinn hafði átt í óeðlilegum samskiptum við fleiri en stúlkur en Ólöfu. „Við fórum og töluðum við skólastjórann og síðan við foreldra okkar. Þau lögðu fram kæru fyrir okkar hönd,“ segir Ólöf við Kjarnann. Erfiðir tímar fóru í hönd fyrir stúlkurnar sem kennarinn braut á. „Stykkishólmur er lítill bær, við fengum stundum ekki afgreiðslu, það var bloggað um okkur, þetta var á þeim tíma sem allir voru að blogga, alls konar nafnlaus komment og sms. Þetta var ógeð.“ Maðurinn hlaut fimm mánaða dóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir brot sín auk þess að vera dæmdur til að greiða Ólöfu og annari stúlku miskabætur. Ólöf segir reiði sína hafa verið það mikla að hún hafi ekki viljað bætur, þær hafi þó verið staðfesting á því að brotin hafi átt sér stað.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra. Hann segir Sif njóta trausts í starfi.vísir/ErnirSif nýtur trausts ráðherra Líkt og í því máli sem Stöð 2 fjallaði um var Ólöf ekki fjárráða þegar dómur féll. Foreldrar þeirra þurftu því að sækja málið fyrir þeirra hönd en miskabætur bárust ekki frá réttargæslumanninum, Sif Konráðsdóttur. Þurfti að leita til annars lögmanns til að krefjast bótanna sem skiluðu sér að lokum frá Sif. Í hinu málinu var Sif kærð til Lögmannafélagsins en kæran dregin til baka þegar hún hafði greitt bæturnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu á laugardag að hann hefði vitað af því máli áður en Sif var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi. Hann sagði leiðinlegt ef þetta þýddi að málið gæti ýft upp tilfinningar hjá brotaþola. Hann teldi að Sif hefði greitt peningana út af fjárvörslureikningum, hann vissi ekki betur en hefði heimildir fyrir því. „Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“ Sif nyti trausts í starfi. Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. 14. desember 2017 11:14 Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. Ólöf Rún þurfti að ganga hart á eftir því við Sif að fá greiddar miskabætur í kynferðisbrotamáli. Sif var réttargæslumaður Ólafar Rúnar í málinu. „Það bara snappaði eitthvað inn í mér,“ segir Ólöf í viðtali við Kjarnann. Þetta sé vanvirðing við það sem hún þurfti að ganga í gegnum. Þá hafi hún upplifað það sem sjálfstætt brot þegar miskabæturnar hafi ekki verið greiddar út á sínum tíma. Hún þurfti að leita til annars lögmanns til að ganga á eftir því að fá bæturnar greiddar. Um er að ræða annað mál en keimlíkt því sem fjallað hefur verið um í kvöldfréttum Stöðvar 2 undanfarna daga. Mál Ólafar er frá 2005 en árið 2008 var Sif kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða ekki barni sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir miskabætur.Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en aldrei fengust svör við því hvort Sif hefði greitt bæturnar af fjárvörslureikningi eða persónulegum reikningi.Ólöf Rún varð fyrir aðkasti í Stykkishólmi eftir að hún og fleiri stúlkur sökuðu kennara sinn um kynferðisbrot. Hann var síðar dæmdur fyrir brotin.Vísir/VilhelmKennarinn í kynferðislegu sambandi við nemendur Ólöf Rún segir sögu sína í viðtali við Kjarnann. Hún hafi alist upp í Stykkishólmi þar sem kennari hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi þjálfað hana í íþróttum en upphaf samskipta voru SMS skilaboð til hennar sem hann sagði hafa átt að rata á vin sinn. Í framhaldinu hafi samband þeirra orðið kynferðislegt. Þegar til stóð að gera kennarann að umsjónarkennara í bekk Ólafar og fara með bekkinn í utanlandsferð kom í ljós að kennarinn hafði átt í óeðlilegum samskiptum við fleiri en stúlkur en Ólöfu. „Við fórum og töluðum við skólastjórann og síðan við foreldra okkar. Þau lögðu fram kæru fyrir okkar hönd,“ segir Ólöf við Kjarnann. Erfiðir tímar fóru í hönd fyrir stúlkurnar sem kennarinn braut á. „Stykkishólmur er lítill bær, við fengum stundum ekki afgreiðslu, það var bloggað um okkur, þetta var á þeim tíma sem allir voru að blogga, alls konar nafnlaus komment og sms. Þetta var ógeð.“ Maðurinn hlaut fimm mánaða dóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir brot sín auk þess að vera dæmdur til að greiða Ólöfu og annari stúlku miskabætur. Ólöf segir reiði sína hafa verið það mikla að hún hafi ekki viljað bætur, þær hafi þó verið staðfesting á því að brotin hafi átt sér stað.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra. Hann segir Sif njóta trausts í starfi.vísir/ErnirSif nýtur trausts ráðherra Líkt og í því máli sem Stöð 2 fjallaði um var Ólöf ekki fjárráða þegar dómur féll. Foreldrar þeirra þurftu því að sækja málið fyrir þeirra hönd en miskabætur bárust ekki frá réttargæslumanninum, Sif Konráðsdóttur. Þurfti að leita til annars lögmanns til að krefjast bótanna sem skiluðu sér að lokum frá Sif. Í hinu málinu var Sif kærð til Lögmannafélagsins en kæran dregin til baka þegar hún hafði greitt bæturnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu á laugardag að hann hefði vitað af því máli áður en Sif var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi. Hann sagði leiðinlegt ef þetta þýddi að málið gæti ýft upp tilfinningar hjá brotaþola. Hann teldi að Sif hefði greitt peningana út af fjárvörslureikningum, hann vissi ekki betur en hefði heimildir fyrir því. „Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“ Sif nyti trausts í starfi.
Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. 14. desember 2017 11:14 Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. 14. desember 2017 11:14
Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24