Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 15:00 Ragnar Aðalsteinsson segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Vísir/Anton/GVA Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Skipulag Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson.
Skipulag Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira