Sóknarnefnd segir deiliskipulag Landsímareits ólöglegt Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 15:00 Ragnar Aðalsteinsson segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Vísir/Anton/GVA Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Skipulag Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík telur deiliskipulag Landsímareitsins við Austurvöll ólöglegt og hefur kært skipulagið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sóknarnefndin leggst gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á hóteli á reitnum sem að hluta nái yfir elsta kirkjugarð Reykvíkinga. Deilan um fyrirhugaða hótelbyggingu á Landsímareitnum á sér nokkra sögu en áform eru um að byggja meðal annars framan við gömlu höfuðstöðvar Landsímans við Austurvöll. Sóknarnefndin segir aðþar undir hafi hluti af gamla kirkjugarðinum í Reykjavík legið en jarðsett var í honum allt fram til ársins 1848. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður rekur málið fyrir hönd sóknarnefndar Dómkirkjunnar og segir sóknarnefndina vilja vernda hinn forna Víkurgarð. „Víkurgarður er þessi gamli kirkjugarður Reykvíkinga og þar stóð kirkja Reykvíkinga á sínum tíma. Allt þar til hin nýja dómkirkja var reist. En það var hætt að grafa íþessum kirkjugarði á 19. öld. Hann nýtur samt sem áður verndar að lögum, bæði lagaverndar og svo auðvitað bæði siðferðilegra og trúarlegrar verndar,“ segir Ragnar. Nú sé hins vegar verið að grafa í garðinn sem liggi nánast að Thorvaldsenstræti frá Kirkjustræti og það sætti Dómkirkjan sig ekki við. „Dómkirkjan hefur aldrei afsalað sér umráðum yfir þessum garði sínum og enginn annar hefur fengið heimildir yfir garðinum. En það hefur ekki verið leitað samþykkis eða rætt við Dómkirkjuna og hún vill og telur sér skylt að sjálfsögðu, að tryggja helgi garðsins eftir því sem hægt er,“ segir Ragnar.En eru ekki nú þegar byggingar ofan á hinum helga garði? „Jú, þetta mál kom upp á sjöunda áratugnum. Þá ætlaði Póstur og sími að steypa kjallara þarna. Þá kom þetta fyrir ríkisstjórn og ráðherra og ríkisstjórnin bannaði það á þeim tíma. Því banni hefur ekki verið aflétt,“ segir Ragnar. Sóknarnefndin telji deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Dómkirkjuna, kirkjugarðaráð og dómsmálaráðuneytið við gerð þess. Ragnar segir að þó sé ósennilegt að framkvæmdir stöðvist vegna kærunnar en vonandi hraði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála meðferð sinni á kærunni. Sóknarnefndin leggst líka gegn því að aðalinngangur í nýja hótelið verði vestan megin á hótelinu, það er að segja frá því svæði sem í dag er kallað Fógetagarður.Nú hefur náttúrlega verið þarna torg áratugum saman og fólk gengið þarna frjálslega um?„Það er allt í lagi að það sé gengið frjálslega um. Það er þannig að Dómkirkjan hefur að lögum heimild til að semja við Reykjavíkurborg, sveitarfélagið sitt, um að það taki við garðinum þegar búið er að leggja hann af og slétta hann af til að hafa þar garð. Borgin má ekki heimila neitt annað,“ segir Ragnar Aðalsteinsson.
Skipulag Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira