Smölun fyrir forval VG þótt einn vilji 1. sætið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. febrúar 2018 09:00 Líf Magneudóttir tók við oddvitasætinu hjá VG á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. Hún varð líka forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton Brink Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis einn frambjóðandi óski eftir fyrsta sætinu í forvali VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar hefur fólki verið smalað í flokkinn í aðdraganda þess. Forvalið fer fram rafrænt í dag og stendur kosningin til klukkan 17. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum hafi fjölgað jafnt og þétt síðustu misserin. „Það voru úrsagnir og svo því sé nú haldið til haga þá voru þær hátt í 200 í kringum ríkisstjórnarmyndunina, en síðan hefur verið sígandi lukka. Svo var smölun í kringum forvalið og hún stóð til 14. og var frekar massív,“ segir hún.Ingvar Mar Jónsson flugstjóriBjörg Eva tekur fram að félagatalið sé mjög lifandi. Þess hafi jafnvel verið dæmi að fólk hafi skráð sig í flokkinn í kringum stjórnarmyndunina. Félagsmenn í VG eru núna rétt rúmlega 6.000 á landinu öllu og af þeim hafa rúmlega 2.500 þátttökurétt í forvalinu. Fram kom um síðustu helgi að félagar í flokknum hafa aldrei verið fleiri. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi er eini frambjóðandinn sem óskar eftir fyrsta sætinu. Hún segir engu að síður mikilvægt að þátttaka í prófkjörinu verði góð og að hún fái afgerandi kosningu í sætið. Líf tók við oddvitasætinu á miðju kjörtímabili af Sóleyju Tómasdóttur. „Það er gott að halda því til haga að ég er ekki kjörin oddviti flokksins og er að sækja umboð mitt til flokksins sem oddviti núna í fyrsta sætið,“ segir Líf. Tveir frambjóðendur biðja um annað sæti í prófkjörinu, en það eru þau Elín Oddný Sigurðardóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi gefur þó kost á sér í 2. til 4. sæti. Mesta keppnin er hins vegar um þriðja sætið, þar sem fimm frambjóðendur sækjast eftir því. Listi Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar var birtur í fyrradag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, verður í fyrsta sæti. „Áherslan verður fyrst og fremst í menntamálum. Við viljum hækka laun kennara og forgangsraða þannig. Setja kennarana á stall fyrir börnin,“ segir Ingvar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira