Portúgalska stórliðið Benfica hefur boðið Mikael Agli Ellertssyni, 16 ára gömlum leikmanni Fram, til æfinga en hann mun æfa í fótboltaakademíu félagsins í Lissabon, að því fram kemur á heimasíðu Fram.
Pedro Ferreira, yfirmaður hjá akademíu Benfica, segir þetta í fyrsta skipti sem íslenskum fótboltamanni sé boðið til æfinga hjá félaginu en það kemur í framhaldi af heimsókn fulltrúa Fram til Benfica á síaðsta ári.
Pedro Hipolito, þjálfari Fram, er fyrrverandi leikmaður Benfica, í þessari umræddu ferð kynntu Framarar starfsemi félagsins fyrir portúgalska stórveldinu.
Mikael Egill er einn yngsti leikmaður í sögu Fram til að spila mótsleiki þó hann eigi enn eftir að þreyta frumraun sína á Íslandsmótinu eða í bikarleik.
Hann fær núna tækifæri til að spreyta sig gegn frábærum ungum leikmönnum í öflugri akademíu Benfica sem hefur alið af sér leikmenn á borð við Ángel Di María, David Luiz, Renato Sanchez, Axel Witzel og Jan Oblak.
Ungur Framari fyrsti Íslendingurinn sem boðið er til æfinga hjá Benfica
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn

Hvergerðingar í úrslit umspilsins
Körfubolti




Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn


Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn